Forgangsmál

Ég tjái mig vitaskuld ekki lögfræðilega um þetta mál fyrr en ég hef rætt við hlutaðeigandi lögreglustjóra en gott er að sjá og heyra að vernd neytenda - sem ég geri ráð fyrir að séu aðalhagsmunirnir í þessu máli - njóti svo góðrar og skjótrar athygli löggæsluyfirvalda. Ég hef reyndar lengi verið að safna kjarki til þess að ræða frekar við lögreglustjóra um hvort - og hversu mikil og skjót - brot gegn neytendum leiði til viðbragða í refsivörslukerfinu.

 

Á endanum er gott að þeir, sem eiga að gæta hagsmuna neytenda (eins og talsmaður neytenda), geti vísað á virk úrræði til verndar hagsmunum og réttindum neytenda.


mbl.is Farandsali handtekinn á Ísafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Gísli

Enn og aftur ætla ég að vera þér sammála. Mér finnast stundum forgangsröðun stjórnvalda vera æði ruglingsleg. Þannig fannst mér viðbrögð Össurar Skarphéðinssonar vera virðingarverð þegar hann heyrði um harkalegar aðgerðir lögreglu við "alvarlegu" broti veitingarmanna að setja borð út á stétt á góðviðrisdögum. Vildi að Össur sýndi sömu röggsemi á öllum sviðum, í sínu eigin ráðuneyti.

Í fjölmiðlunum er svipað upp á tenginum, þegar lítið er að gera. Er á fjölmiðlamáli kallað "gúrkutíð" í þeirri tíð þykir í lægi að taka fólk "af lífi" hvað mannorð snertir, bara af þeirri einu ástæðu að líðið er um að vera til þess að skrifa um.

Sigurður Þorsteinsson, 21.7.2008 kl. 00:05

2 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Sennilega er það rétt hjá þér að réttindi neytenda gangi lengra en mannréttindi, hvað er gert við fólkið sem er að bjóða rækjur fisk og kartöflur í heimahúsum Gísli hvar er jafnræðisreglan.

En bestu lögfræðingarnir eru þeir sem lærðu nákvæmlega á bókina, þeir eru þægilegastir fyrir kerfið !

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 21.7.2008 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband