Símhlerun gagnvart þingmönnum stjórnarskrárbrot?

Embættismaður eins og ég getur auðvitað ekki tjáð sig á opinberum vettvangi um pólitískt mál sem ekki er neytendamál - og geri ég það ekki. Auk þess er ég sammála Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra um að hlerunarmálið beri að ræða á grundvelli laga og réttar. Því vil ég árétta ábendingu mína á opnum fræðafundi um málið í fyrra þar sem ég efaðist um að það hlerun á síma alþingismanna hefði staðist svohljóðandi ákvæði stjórnarskrár:

 

Meðan Alþingi er að störfum má ekki setja neinn alþingismann í gæsluvarðhald eða höfða mál á móti honum án samþykkis þingsins nema hann sé staðinn að glæp.

 

Þegar þetta ákvæði var fyrst sett var sími ekki til (a.m.k. ekki í Danaveldi) og þegar það var endurnýjað var ekki mikið um síma en þarna er lagt fortakslaust bann við því að (reyndar tilteknum) rannsóknar- og þvingunarráðstöfunum í þágu rannsóknar sakamála samkvæmt lögum þar um sé beitt gagnvart alþingismönnum meðan þingið starfar - nema þeir séu staðnir að glæp en í því felst t.d. að gjaldkeri sé gripinn með höndina í kassanum.

 

Eins og ég nefndi á umræddum fræðafundi á vegum Orators eða lagadeildar Háskóla Íslands fyrir nokkrum mánuðum tel ég koma til álita að skýra þessa stjórnarskrárvernd alþingismanna (þeirra einu sem eru kjörnir af þjóðinni) gagnvart öðrum handhöfum ríkisvalds rýmkandi - þannig að verndin nái einnig til hlerana á nútímatækinu síma - sem ekki var, sem sagt, fyrir hendi þegar stjórnarskráin var upphaflega sett og væntanlega lítt útbreidd þegar lýðveldisstjórnarskráin var áréttuð, lítið breytt.

 

Þetta finnst mér eðlilegt að árétta úr því að fyrri ábending mín náði ekki eyrum starfandi fræðimanna.


mbl.is Dómarar ekki viljalaus verkfæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Ég hef skilið þetta þannig að ekki megi hefja lögreglu eða skattrannsókn gegn þingmanni án leyfis þingsins. Mér þótti mjög hæpið þegar Albert Guðmundsson þá þingmaður og ráðherra var kallaður fyrir RLR á sínum tíma og gefið stöðu "grunaðs". Ég skýrskotaði álit mitt á 36. gr. Sts. og það ber að skýra 49. gr. út frá henni.

Þetta er sérstaklega brýnt sé horft til tveggja síðustu kjörtímabila.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 28.5.2008 kl. 22:35

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á Björn Bjarnason dómsmálaráðherra að biðjast afsökunar á Kalda stríðinu fyrir hönd íslenska ríkisins?! Uppruna Internetsins má rekja til Kalda stríðsins og á Björn Bjarnason kannski einnig að biðjast afsökunar á tilvist þess, þar sem hann hefur bloggað lengur en flestir aðrir Íslendingar?!?

Það gengi að sjálfsögðu ekki að biðja þingmann um leyfi til að hlera heimasíma hans
. Og ef dómara þykir nægileg ástæða til að láta framkvæmdavaldið hlera slíkan síma vegna gruns um landráð getur hann veitt slíkt leyfi, samkvæmt ósk framkvæmdavaldsins, dómsmálaráðherra.

Og enginn hafði meiri sérfræðiþekkingu á þessum málum en einmitt faðir Björns Bjarnasonar, Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra í 13 ár á árunum 1947-1963 og forsætisráðherra í sjö ár 1963-1970, en á þeim árum var Jóhann Hafstein dómsmálaráðherra.

Bjarni Benediktsson skrifaði til dæmis Ágrip af íslenskri stjórnlagafræði II, Rvík 1948, sem Svavar Gestsson vitnaði í máli sínu til stuðnings á Alþingi fyrir einungis tólf árum, árið 1996, þá þingmaður fyrir Alþýðubandalagið. Bjarni lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1930, stundaði framhaldsnám í stjórnlagafræði, aðallega í Berlín, 1930-1932, var prófessor í lögum við HÍ 1932-1940 og varð heiðursdoktor í lögfræði frá HÍ árið 1961.

Og Jóhann Hafstein lauk lögfræðiprófi frá HÍ árið 1938, stundaði framhaldsnám í þjóðarétti við Lundúnaháskóla 1938-1939 og 1939 í Danmörku og Þýskalandi.

Hægt er að setja þingmann í gæsluvarðhald ef hann er staðinn að glæp, refsiverðu ásetningsbroti, oftast gegn Almennum hegningarlögum, sem landráð falla undir, og sætir skilyrðislausri opinberri ákæru. Og hér er átt við gæsluvarðhald, sem er þáttur í rannsókn sakamáls, en hvorki handtöku né refsivist. Einfaldur meirihluti þingmanna getur hins vegar leyft að höfðað sé mál á hendur þingmanni ef hann er staðinn að glæp, til dæmis landráði.

Og það eru að sjálfsögðu ríkir hagsmunir meirihluta þingmanna og þjóðarinnar að grunur um landráð þingmanns, eða þingmanna, sé rannsakaður af framkvæmdavaldinu með leyfi dómsvaldsins.

Þingmaður nýtur þinghelgi vegna ummæla sinna á Alþingi en ef hann endurtekur þau ummæli utan þings, til dæmis á fundi eða í dagblaði, ber hann á þeim fulla ábyrgð og nýtur þá ekki þinghelgi. (Gunnar G. Schram: Stjórnskipunarréttur.)

Samkvæmt Almennum hegningarlögum varða landráð allt að "ævilöngu fangelsi" og í Kalda stríðinu var töluverður fjöldi Íslendinga hlynntur því að gera Ísland að kommúnistaríki í nánum tengslum við Sovétríkin.

Föðurbróðir minn, Ólafur Briem, sem nú er látinn, kvæntist rússneskri konu, Katrínu, sem hann kynntist í hópferð Íslendinga á Heimsþing æskunnar í Moskvu árið 1957. Og Sovétmenn kröfðust þess að hann stundaði njósnir hér. Að öðrum kosti "kæmi eitthvað fyrir" fjölskyldu Katrínar í Rússlandi.

Ólafur gaf hins vegar bandaríska sendiráðinu hér í Reykjavík og Bjarna Benediktssyni, sem þá var ritstjóri Morgunblaðsins, skýrslu um Moskvuferðina og þessa njósnakröfu Sovétmanna, lét sovéska sendiráðið hér fá gagnslausar upplýsingar og stundaði gagnnjósnir fyrir bandarísk og íslensk stjórnvöld. Þetta hefur hvergi komið fram opinberlega, svo ég viti, frekar en margt annað frá þessum tíma.

Og fleiri Íslendingar kvæntust rússneskum konum á þessum tíma, til dæmis Árni Bergmann, sem lauk MA-gráðu í rússnesku frá Moskvuháskóla árið 1962, en hann var blaðamaður og síðar ritstjóri Þjóðviljans 1962-1992.

Faðir minn, Halldór Briem, nú einnig látinn, opinberaði hér skrif nokkurra Íslendinga, sem stundað höfðu nám austan Járntjalds, Sósíalistafélags Íslendinga Austantjalds. Og þessi skrif voru gefin hér út undir heitinu Rauða bókin - Leyniskýrslur SÍA.

Þjóðfélagið, sem við búum í, er hins vegar svo lítið að Kjartan Ólafsson, fyrrverandi þingmaður Alþýðubandalagsins og ritstjóri Þjóðviljans, er föðurbróðir barnsmóður minnar, en hann var framkvæmdastjóri Samtaka hernámsandstæðinga á árunum 1960-1962 og framkvæmdastjóri Sameiningarflokks alþýðu-Sósíalistaflokksins 1962-1968.

http://www.heimur.is/heimur/pistlar/details1_pistlarsida/?cat_id=28675&ew_0_a_id=253578

http://frelsi.is/clients/frelsi.is/efni/soguvefur/timalina.html

http://ofleyg.blogspot.com/2004_05_01_archive.html

http://www.jonolafs.bifrost.is/?p=14

www.hi.is/~hildurp/Utanr%EDkis.doc

http://visindavefur.is/svar.php?id=3395

Þorsteinn Briem, 29.5.2008 kl. 15:30

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ætli ég sé nú ekki eldri en þú, Árni minn.

Þorsteinn Briem, 29.5.2008 kl. 20:32

4 Smámynd: Einar Þór Strand

Árni það er undarlega oft sem þú notar niðrandi orð eins og gjamm um þá sem eru ekki sammála þínum skoðunum. 

En núna þegar við erum búin að fá að vita hverjir það voru sem voru hleraðir af íslenskum stjórnvöldum þá langar mig líka að vita hverja KGB og CIA hleruðu hér á landi, enda grunar mig að þeir listar yrðu langir og spennandi.

E

P.S. reyndar þykir mér listinn sem kominn er hér fram ótrúlega stuttur miðað við hvernig hugsunarhátturinn var á þessum árum.

Einar Þór Strand, 29.5.2008 kl. 20:47

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það getur enginn gefið sér að dómarar hér hafi heimilað símhleranir án lögmætrar ástæðu. Samkvæmt núgildandi lögum á að eyða gögnum sem fram koma við símhleranir og það er ekki að ástæðulausu.

Og núverandi dómsmálaráðherra ber ekki ábyrgð á Kalda stríðinu eða 40-60 ára gömlum símhlerunum vegna gruns íslenskra stjórnvalda um landráð, brot gegn stjórnskipan ríkisins og önnur brot á Almennum hegningarlögum.

Lög um um meðferð opinberra mála nr. 19/1991:

88. grein. "1. Upptökur af símtölum, hljóðupptökur, myndir eða annað, sem aflað er á grundvelli 86. greinar, skal eyðileggja jafnskjótt og þeirra er ekki lengur þörf í þágu máls, enda hafi þau gögn ekki verið lögð fram í dómi."

Og það liggur ljóst fyrir hvaða símar voru hleraðir hér. Ekki var þeim gögnum eytt. Þar að auki var annar hver sími hleraður hér á þessum árum. Allir sveitasímar voru hleraðir og þótti engum merkilegt. Símalínum "sló oft saman" og meira að segja fyrir einungis tveimur áratugum gat ég óvart hlustað í símanum á Friðrik Ólafsson, þáverandi skrifstofustjóra Alþingis, spjalla við einn af þáverandi þingmönnum.

Ég tel mjög líklegt að Sovétmenn hafi hlerað síma Alþingis, og jafnvel öll samtöl þar, enda var nú ekki langt á milli Alþingshússins og sendiráðs Sovétmanna í Garðastrætinu. Bein sjónlína úr risinu þar niður í Alþingishúsið, stór hluti 100 manna starfsliðs sendiráðsins KGB-menn og alltaf töluðu einhverjir þeirra mjög góða íslensku.

Þorsteinn Briem, 29.5.2008 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.