Svartsýni, nærsýni eða ellifjarsýni

Hvernig stendur á allri þessari svartsýni? Sjálfsagt er bara eitthvað að mér - og reyndar þurfti ég lengi vel að nota gleraugu - þar til ég fór nýlega í laser-aðgerð, bara á vinstra auga (ég vildi ekki sjá vel til hægri - nei, grín; augnlæknirinn ráðlagði þetta vegna væntanlegrar ellifjarsýni).

 

Mál mitt er að ég skil ekki hvers vegna svo margir bloggarar (sem ég rekst stundum á að lesa) nota svartan grunn, með hvítum stöfum. Kannski hefur það lagast með diskavandræðunum í byrjun vikunnar.

 

Einu sinni var sagt: ég las það svart á hvítu - en ég verð að viðurkenna að ég gefst yfirleitt upp á því að lesa hvítt á svörtu. Nema þetta sé eitthvað fyrir sjónskerta og jafnvel stillanlegt. Þá dreg ég í land.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála þér get ekki lesið þetta hreinlega bara lekur ur augunum á manni

Jón Aðalsteinn Jónsson, 2.8.2008 kl. 14:24

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þeir löguðu þetta á síðunni minni þegar ég bað um það.

Árni Gunnarsson, 2.8.2008 kl. 19:36

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Alveg sammála þér með þetta svarthvíta dæmi. Ég einfaldlega les ekki blogg sem eru með svartan bakgrunn og hvíta stafi. Kannski eru fleiri sem hugsa svona. Bið fyrirfram afsökunar á því að líklega verður þetta komment afskaplega plássfrekt. Það er tölvunni að kenna.

Sæmundur Bjarnason, 2.8.2008 kl. 20:32

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll. Alveg sammála þér með svartan grunn það er alveg ómögulegt. Ég fór líka í laser-augnaðgerð fyrir stuttu og er núna nærsýn á öðru en fjarsýn á hinu . Aldrei verið svartsýn og vona að það komi ekki með ellinni. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 2.8.2008 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.