Hve margir leggja fríblöð og fjölpóst að jöfnu? Sjáðu þessa óformlegu niðurstöðu

Jæja; þá er næsta skref að kynna niðurstöður úr annarri óformlegu skoðanakönnuninni hér um fjölpóst og fríblöð - en síðast varð niðurstaðan að 90% svarenda vildu, með almennum hætti, takmarka dreifingu fjölpósts til neytenda. Næst var spurt hvort neytendur vildu geta valið milli fjölpósts og fríblaða og afþakkað fríblöð sjálfstætt - eða hvort sama ætti að gilda um fríblöð og fjölpóst, allt eða ekkert? Skemmst er frá að segja að þó að sú skoðanakönnun hafi aðeins staðið í einn sólarhring varð svörun aðeins 33% minni en þó innan við 80 og því ekki marktækt tölfræðilega þannig að gera þarf alvöru könnun ef hagsmunaaðilar vilja byggja sameiginlega niðurstöðu beinlínis á slíkum könnunum. Niðurstaðan varð að aðeins 1 (%) var hlutlaus en 81% vildi geta valið milli fjölpósts og fríblaða. Um 18% lögðu fjölpóst og fríblöð að jöfnu og töldu því væntanlega ekki þörf á að í afþökkunarmiðum neytenda væri greint á milli fjölpósts (auglýsingabæklinga) og fríblaða (t.d. Fréttablaðsins, 24ra stunda eða Kópavogspóstsins).

 

Næstu skref verða kynnt síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband