Ef þú fylgist ekki með barninu þínu, gerir það einhver annar

Foreldrar allra landa, sameinist; lítið á þetta - ef þið misstuð af frábæru Kastljósi nú í kvöld. Í stuttu máli er þetta auðvitað ekki bara neytendamál heldur almennt barnaverndarmál þar sem fram kemur m.a. að vefmyndavélar eiga ekki erindi til barna - einkum einmana barna, sem eru sjálfsagt mörg á Íslandi. Drengurinn fékk senda vefmyndavél í kynningarskyni! Hann var einmana og vantaði félaga - sem reyndust ekki vera táningar eins og hann heldur fullorðnir með aðrar hugmyndir en hann.

 

Ef við fylgjumst ekki með börnunum okkar fylgist einhver einhver annar með þeim - á netinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það er mikið til í því sem þú segir. Það er nausynlegt að kenna barninu að það geta allir verið hættulegir og þá skiftir ekki máli hver á í hlut.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 13.5.2008 kl. 23:57

2 Smámynd: Anna Guðný

Benti einmitt þrettán ára dóttur minni á þetta og hún horfði á þetta í kvöld. Þarna skildi hún hvað ég væri að meina. Þetta hefði ekkert með traust á henni að gera, heldur væru þessir menn snillingar í að plata.

Anna Guðný , 14.5.2008 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.