Það er gott að synda í Kópavogi

Á fjórföldum hátíðisdegi í gær - hvítasunnu, mæðradegi, sigurdegi Manchester United og afmælisdegi Kópavogs - var lýst opin endurbætt "gamla" Kópavogslaugin. Við börnin nutum þess í dag á fyrsta opnunardegi hennar að fara í þessa frábæru laug með góðar aðstæður og fjölskylduvæna hönnun; sem dæmi má nefna eru heitari pottar áfastir barnapottum þannig að við foreldrar getum látið þreytu og streitu líða úr kroppnum um leið og við fylgjumst með börnunum okkar í skemmtilegum barnapotti alveg við. Ég hirði ekki um að nefna smávægilega annmarka hér sem eflaust verður bætt úr enda slær laugin nú flestum fjölskyldulaugum við - en höfum við þó farið víða í laugar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

Svei, mér þá, milljarðsins virði. Hún er æææði! Heitapottsstakið inní heitupottamenginu frábær hugmynd.

Beturvitringur, 13.5.2008 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband