"Til hamingju með daginn"

"Til hamingju með daginn,"

 

sagði maðurinn þegar ég kom í heita pottinn rétt upp úr kl. fjögur í dag. Ég hikaði; ég hélt ekki að ég væri svo kvenlegur í útliti - auk þess sem við þekkjumst ágætlega. Við þekkjumst þó greinilega ekki nógu vel - því ég sagði bara,

 

"takk sömuleiðis"

 

 - í trausti þess að við værum sammála um að samgleðjast yfir mæðradeginum - enda var ég nýbúinn að láta börnin kaupa rósir handa móður sinni.

 

"Ég treysti því að þú sért United-maður,"

 

sagði hann þá, er hann sá hikið á mér.

 

***

Nú eru síðustu forvöð að taka afstöðu til þess hvort eitthvað - og hvað - skuli gert fyrir neytendur gagnvart fjölpósti í óformlegri skoðanakönnun hér til vinstri.


mbl.is Manchester United er enskur meistari 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.