Nafnið

"Síðast var það laust á honum,"

 

sagði dóttir mín í gærkvöldi þegar við ræddum um veisluna sem við förum í síðar í dag til þessa fagna nafngift frænda okkar. Nafnið, sem drengnum hefur verið valið, er sem sagt bara laust á honum en

 

"nú fær hann nafnið inn í sig,"

 

sagði þessi skynsama dóttir mín þegar ég var að bögglast með að veislan gæti ekki beinlínis heitið skírnarveisla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það eru svona athugasemdir barna sem gleðja mann óendanlega. Mér finnst stundum sem skólakerfið hlúi ekki nægjanlega að skapandi frjórri hugsun. Með blogg hjá þér fer ég glaður út í daginn.

Sigurður Þorsteinsson, 4.5.2008 kl. 08:09

2 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Já ég get tekið undir þetta með skapandi hugsun, hana þarf að rækta.

Rósa Harðardóttir, 4.5.2008 kl. 13:03

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Væri ekki hægt að kalla þetta Staðfestingarveislu. Njótið dagsins !

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 4.5.2008 kl. 14:11

4 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Eða bara nafnaveislu - en þetta er frábær athugasemd hjá dótturinni sem sýnir skynsemi barna. 

ps. Hjá barnabarni mínu var boðið í nafnaveislu.

Kristín Dýrfjörð, 5.5.2008 kl. 02:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband