Gott hjá dómaranum

Gott hjá dómaranum að kveða skýrt að orði um að það er ekki hlutverk hans að leggja línur í neytenda- og neyslupólitík:

 

"Það [er] ekki hlutverk dómstóla á ákveða að æskilegt sé að neytendur velji frekar eina tegund áfengis en aðra og gera þannig upp á milli áfengistegunda á þann hátt, sem ákærði heldur fram að beri að gera.  Því síður að slá því föstu að neysla áfengs bjórs sé fólki hollari en til dæmis drykkja brennivíns.  Sýknukröfu ákærða á þessum grundvelli er því hafnað."

 

Þetta er auðvitað hlutverk löggjafans - ef ekki neytenda sjálfra. Frá sjónarhóli talsmanns neytenda er eftirfarandi hins vegar mikilvægasta innleggið, sbr. pistil minn fyrir rúmu ári um ábyrgð á áfengisauglýsingum, þ.e.a.s. fyrirtækið er nafngreint í auglýsingunni og því ber framkvæmdarstjórinn ábyrgð - en annars er það ritstjórinn eins og ég hef rökstutt:

 

"Auglýsingin var á vegum fyrirtækisins sem greiddi fyrir birtingu hennar.  Fyrirtækið er tilgreint í auglýsingunum með nafni á flöskunum og liggur því fyrir nafngreining í skilningi 15. gr. laga um prentrétt nr. 75/1956.  Ákærði, sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins, er því ábyrgur fyrir birtingu auglýsingarinnar og breytir engu þar um þótt aðrir starfsmenn þess hafi í starfi sínu annast það að semja eða láta semja auglýsingarnar, koma þeim á framfæri og greitt fyrir birtinguna."


mbl.is Dæmdur í sekt fyrir að birta áfengisauglýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband