Lánin já, launin hví ekki? En hvað með verðið - má það vera í evrum?

Samtök atvinnulífsins (SA) vilja nú skoða möguleika á evruvæðingu - óháð ríkisvaldinu. Atvinnulífið sjálft hefur forræði á því að semja um að laun skuli greidd í evrum - að meira eða minna leyti. En hvað með verðmerkingar í evrum?

 

Það eru örugglega hagsmunir vaxandi hluta launafólks að fá laun að einhverju leyti í evrum eða öðru en íslenskri krónu enda flýja neytendur verðtryggingu lánsskuldbindinga - einkum yfir í lán í erlendri mynt.

 

En hvað með þá frumlegu hugmynd SA að vara og þjónusta sé boðin fram í evrum? Reyndar skortir mjög á að skyldu til verðmerkinga sé fylgt - en má verðmerkja - bara - í evrum? Það er a.m.k. ekki bannað berum orðum í lögum sem gilda um verðmerkingar - sem eru á forræði viðskiptaráðherra:

 

Fyrirtæki, sem selur vörur eða þjónustu til neytenda, skal merkja vöru sína og þjónustu með verði eða sýna það á svo áberandi hátt á sölustaðnum að auðvelt sé fyrir neytendur að sjá það. 

 

Vafamál er hvort skylda til þess að verðmerkja í krónum verði ráðin af lögum um krónuna - sem eru á forræði forsætisráðherra; þar er kveðið á um skyldu ýmissa aðila til þess að taka við krónum en þar segir einnig:

 

Peningaseðlar þeir, sem Seðlabanki Íslands lætur gera og gefur út, og peningar þeir, sem hann lætur slá og gefur út, skulu vera lögeyrir í allar greiðslur hér á landi með fullu ákvæðisverði.

 

Ekki er því beinlínis bannað með lögum að gefa upp verð og greiða í öðrum gjaldmiðli en krónu - enda er það gert hérlendis í vaxandi mæli. Auk þess hafa oft verið sett lög á Íslandi með tilvísun til evru. Ekki er vitað til þess að á þetta hafi reynt formlega en Neytendastofa hefði lögsögu ef ágreiningur um það risi.

 

Því er hugsanlegt að atvinnulífið - þ.e. samtök atvinnurekenda og samtök launafólks - ráði þessu að miklu leyti, þ.e. í kjarasamningum (og eftir atvikum ráðningarsamningum), sbr. hér á vef SA:

 

Stjórn SA hefur ákveðið að setja á laggirnar nefnd sérfræðinga til þess að meta möguleika á evruvæðingu atvinnulífsins sem felur í sér að einkaaðilar noti ervuna [sic] sem gjaldmiðil í öllum viðskiptum sín á milli. 

 

Þeirri hugmynd - að semja um greiðslu launa í evrum eða öðrum gjaldmiðli en íslenskri krónu - var fyrst fleygt svo ég heyrði til fyrir um 5 árum þegar ég starfaði innan samtaka launafólks. Þess vegna kom það mér eiginlega á óvart að ekki skyldi samið um eitthvað slíkt við nýlega endurnýjun kjarasamninga.

 

Ef lög standa verðmerkingum í evrum ekki í mót eru réttindi neytenda varla brotin með því að gera slíkt - en fyrst um sinn yrði a.m.k. að hafa krónuverð samhliða þar sem neytendum er ekki tamt að reikna verð almennt í evrum; slíkt væri þá um leið undirbúningur og aðlögun að því sem koma skyldi. En hvað með hagsmuni neytenda? Við því má a.m.k. segja að evra sé að verða áreiðanlegri viðmiðun en krónan - a.m.k. ef laun verða greidd í evrum.


mbl.is Evruvæðing atvinnulífs metin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 11.4.2008 kl. 20:46

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Einmitt ef laun verða greidd i evrum en það hefur svona verið eitthvað sem mætti skoða. EIns og ég les í þessar fréttir vill atvinnulifið evruvæðast en er ekki eins viss um að það vilji evruvæða lýðinn. Væri nu gaman að eitthvað kostaði allraf 10 Euro. Verslunin gæti hælt sér af því að breyta ekki verði en fyrir launamanninn hefði hlutirinn  hækkað ur 88 kr  í 120 og upp myndi renna tímabil mínútuverðs þar sem að kassarnir yrðu tengdir gengisskráningu bankana. Svo það gæti verið eins og að spila í lotto hvort að nóg væri i veskinu eða ekki þegar að viðskiptum kæmi.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 12.4.2008 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.