Þriðjungur neytenda telur mótmæli bílstjóra ekki í þágu neytenda

Samkvæmt óvísindalegri könnun minni hér á blogginu í gær og fyrradag, þar sem um 330 greiddu atkvæði, er réttur þriðjungur neytenda á því að nóg sé komið af mótmælum bílstjóra gegn háu bensínverði - enda hafi þau ekki verið í þágu neytenda.

 

Rúmur fjórðungur þeirra, sem greiddu atkvæði, er alveg á hinum pólnum og taldi ekki nóg komið því að neytendur ættu frekar að taka þátt og mótmæla fleiru. Það er því ein megin ályktunin sem ég dreg af þessari óformlegu könnun á blogginu mínu að hér mætast stálin stinn - en um þriðjungur er mitt á milli ystu pólanna í valkostum.

 

Ef taldir eru saman þeir sem segja nóg komið af mismunandi ástæðum voru þeir rétt rúm 50% en þeir sem vilja áframhaldandi mótmæli voru hátt í 42%. Fáir eru hlutlausir en framangreindar tölur myndu hækka ef þeir væru ekki taldir með.

 

Könnuninni lauk kl. 23:00 eins og kynnt var en því miður er enn ekki boðið upp á að sýna niðurstöður eftir að könnun lýkur. Takk fyrir þátttökuna; þetta var fróðleg tilraun sem kannski verður endurtekin. Ég árétta hins vegar að þetta er mjög óvísindaleg aðferð enda taka þeir þátt sem hafa áhuga en ekki tilviljunarkennt úrtak úr þýði eins og í alvöru skoðanakönnunum. Þó að ég hafi reynt að hafa samkvæmni í valkostum með því að hafa jafn mörg "já" og "nei" voru þeir fullmargir, þrír af hvoru tagi með mismunandi ástæðum, auk þriggja aukakosta um rökstutt hlutleysi, pass og veit ekki eða vil ekki svara (nær 8%).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Takk

Ómar Ingi, 9.4.2008 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband