Öryggi neytenda eða hagsmunir framleiðenda?

Hvað er mikilvægast - öryggi neytenda, gæði vöru og þjónustu, neytendavernd, lágt vöruverð, vörumerki framleiðenda eða eitthvað annað? Er þetta rétt röð? Oft er í markaðsfræðum rætt um að fyrirtæki keppi annað hvort í verði (t.d. lágvöruverslun) eða gæðum (t.d. merkjavara) - ekki hvoru tveggja.

 

Gaman væri hins vegar að heyra viðhorf neytenda á Íslandi um þetta eilífðarverkefni - bæði viðskiptalífsins og þeirra sem starfa í þágu neytenda, eins og talsmaður neytenda. Er markaðurinn fullfær um að hlusta sjálfur eftir viðhorfum neytenda eða þarf markaðurinn aðhald frá samtökum eða opinberum aðilum við að standa vörð um  hagsmuni og réttindi neytenda - almennt eða á sérstökum sviðum?

 

Það vita það ekki allir en tugir aðila starfa hérlendis í þágu neytenda að minna eða meira leyti eins og sjá má ef maður leitar upplýsinga eða vill leita réttar síns með aðstoð Leiðakerfis neytenda á vegum talsmanns neytenda en þessi gagnvirka vefgátt er á slóðinni: www.neytandi.is.

 

Þá koma mörg ráðuneyti að neytendamálum eins og þetta mál matvælaráðherra er dæmi um.


mbl.is Úrvalið meira en spurning um verð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

kíktu á blogg mitt ;uppreisn:

Hólmdís Hjartardóttir, 7.4.2008 kl. 13:38

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ekki er rétt að fórna hagsmunum fjöldans fyrir þá fáu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.4.2008 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband