Norđmenn eru bestir

Í anda umdeilanlegrar "gćđaröđunar" ţjóđa hér á bloggi Hammurabis í dag leyfi ég mér ađ alhćfa svona - sem mađur á auđvitađ ekki ađ gera - en nei, ég á ekki viđ í íţróttum; ég segi ţetta heldur ekki bara af ţví ađ ég er staddur á ráđstefnu í Noregi (sjá fréttir hér en efniđ tengist samstarfsverkefni okkar umbođsmanns barna um frekari mörk viđ markađssókn sem beinist ađ börnum); enn síđur alhćfi ég svona af ţví ađ ég er fćddur í Noregi enda man ég ekkert eftir búsetu minni hér.

 

Ţađ sem vakti mig til ţess ađ alhćfa međ ţessum hćtti í fyrisögninni hér ađ ofan er upprifjun á reynslu minni í ţá tćpu tvo áratugi sem ég hef tekiđ ţátt í norrćnu samstarfi - fyrst sem "danskur" og svo sem íslenskur laganemi í nokkur ár, ţá sem framkvćmdarstjóri íslenskra heildarsamtaka háskólamanna í tćp 7 ár og nú undanfarin 3 ár sem talsmađur neytenda - en norrćnir umbođsmenn neytenda hafa um árabil átt međ sér náiđ og gott samstarf í ţágu neytenda.

 

Reynsla mín er kannski tilviljunarkennd en ţrátt fyrir ađ ég ţykist tala dönsku eins og innfćddur og kunni vel viđ Finna af augljósum ástćđum og dáist ađ Svíum sem skipulögđum en samt félagslega sinnuđum alţjóđasinnum eru ţađ - af einhverjum ástćđum - oft Norđmenn sem hafa, á margvíslega vísu, reynst mér best í norrćnu samstarfi enda eigum viđ ýmislegt sameiginlegt, annađ en upprunann og fiskveiđihagsmuni, svo sem ađ vera aukaađilar ađ ESB.

 

Grćnlendingum hef ég ađeins kynnst takmarkađ og ţá helst af hálfdönskum uppruna á námsárum mínum í Danmörku. Fćreyingum hef ég ţví miđur ekki kynnst síđan fallegar stúlkur frá landi ţeirra komu til Akureyrar á táningsárum mínum. Svo má auđvitađ ekki gleyma okkur Íslendingum sjálfum; viđ erum ágćtir.

 

Sumariđ er komiđ í Ţrándheimi; gleđilegt sumar. 

 

Hér má lesa einstaka fréttir um fróđlegt efni ráđstefnunnar um "Child and Teen Consumption".


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband