"Pabbi geymir gullin þín..."

Í uppáhaldskvöldlagi - að kvöldlagi auðvitað - okkar dætra minna kemur þessi hending fyrir: "Mamma geymir gullin þín..."; í kvöld varð yngri dóttir mín mér óvænt fyrri til þess að snúa þessu við upp á pabba sinn: "Pabbi geymir gullin þín" - sem mér hafði reyndar aðeins dottið í hug en ekki hugsað mér að syngja upphátt.

 

Fyrir "einstæðan" föður sem þykist vera femínisti er þetta þó of langt gengið enda hef ég verið beggja blands um - en þó hallur undir - hugmyndir félögu minnar úr Röskvu, Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, um að finna kvenlegra eða hlutlausara heiti fyrir ráðherra! Málið snýst væntanlega um að rétta hlut þeirra sem hafa borið skarðan hlut frá borði í hlutaðeigandi þjóðfélagi - eins og konur lengi hérlendis og svertingjar í Bandaríkjum Norður-Ameríku en af því hefur leitt töluverða nýyrðasmíð þar sem á að hlut-leysa málið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband