Fimmtudagur, 1. maí 2008
Krafa dagsins
Ég hjólaði á 1. maí hátíðahöldin í höfuðborginni og hitti gamla félaga - báðum megin við borðið. Eftir að hafa hugsað málið lengi og starfað fyrir launafólk og neytendur í heilan áratug held ég að krafa dagsins sé sú að fólkið í landinu fái sjálft að segja skoðun sína á stærsta hagsmunamáli sínu: Á að kanna - með formlegum hætti, þ.e. skilgreiningu samningsmarkmiða og aðildarviðræðum - hvort það hentar okkur að gerast aðilar að ESB og evrunni?
Þar sem ég er lögfræðingur og embættismaður er kannski nærtækt að ég árétti að engar reglur eru í stjórnarskrá um slíkt þjóðaratkvæði - enda í sjálfu sér ekki lögskylt að spyrja þjóðina nema í þeirri skyldubundnu "þjóðaratkvæðagreiðslu" sem felst óbeint í kosningum til Alþingis þegar stjórnarskránni er breytt til þess að heimila löggjafanum eða Alþingi að staðfesta samningsniðurstöður og framselja hluta formlegs fullveldis ríkisins til þess að endurheimta nokkuð af því pólitíska sjálfstæði þjóðarinnar sem afsalað var með aukaaðild að ESB (svonefndum EES-samningi) sem tók gildi 1994. Eðlilegt er að mínu mati að slík formleg ákvörðun þjóðþings verði ákveðin með auknum meirihluta - eins og í Noregi (3/4) og Danmörku (5/6), ef ég man rétt.
Að mínu mati er hins vegar ekki eðlilegt frekar en endranær að þegar þjóðin segi skoðun sína í frjálsri þjóðaratkvæðagreiðslu að einhver önnur regla gildi en að meiri hlutinn ráði; sjálfsagt er að setja lög um tilhögun slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu en slíkt lagafrumvarp væri aðeins dagsverk fyrir góðan lögfræðing. Óeðlilegt væri að mínu mati að áskilja aukinn meirihluta í slíku þjóðaratkvæði - að meiri hlutinn ráði ekki! Einnig fyndist mér skrýtið ef ákveða ætti að þeir sem sætu heima hefðu atkvæðisrétt, þ.e. áskilja að tiltekið hlutfall atkvæðisbærra þyrfti að mæta til þess að mark yrði tekið á niðurstöðunni. Á því getur stjórnarskrárgjafinn hins vegar tekið í breytingu sem heimilar formlegt fullveldisafsal samkvæmt framansögðu. Lesa má um þjóðaratkvæði hérlendis og erlendis hér. Að lokum finnst mér rétt að fólk íhugi hversu oft á að spyrja þjóðina; er ekki nóg að spyrja þjóðina tvisvar
- beinlínis þegar ákveðið er að sækja um, þegar samningsmarkmið eru skilgreind eða staðfest að loknum viðræðum
- og óbeint þegar stjórnarskránni er breytt?
![]() |
Formaður SFR: Splundruð þjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.5.2008 kl. 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 1. maí 2008
Ákveðni, ábyrgð og ánægja - ekki sjálfsánægja
Sem gamall blaðaljósmyndari (og reyndar fyrsti hirðljósmyndari núverandi heilbrigðisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar fyrir rúmum 20 árum) og sem fyrrverandi lögmaður hjúkrunarfræðinga (í tæp 7 ár mín sem framkvæmdarstjóri BHM) verð ég - líka sem talsmaður sáttaumleitunar og aðdáandi ákveðinna kvenna - að lýsa ánægju minni með þessa snilldarlega lýsandi fréttaljósmynd (höfundaréttur mbl.is); ákveðnin, ábyrgðin og ánægjan - en engin sjálfsánægja eða hroki - skín út úr þessum talskonum. Þetta er hið afgerandi augnablik sem sjálfur Henri Cartier Bresson hefði orðið stoltur af - eins og þjóðinni varð sjálfsagt létt; ég tek ekki efnislega afstöðu en mér létti mjög þó að ég sé ekki að fara að leggjast undir hnífinn, svo ég viti!
![]() |
Vaktakerfið dregið til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |