Er Seðlabankinn sammála okkur hinum um skuldavandann? Já

Hér er áhugaverð tenging við álitamálið hvort færa eigi niður skuldir heimilanna - þ.e. afstaða Seðlabankans! Hlustið og þér munið skilja.

 

Í lokin spyr talsmaður neytenda, Gísli Tryggvason, hvort skuldaniðurfærsla muni laga vaxtastefnuna; svarið - frá seððlabankastjóra - er já.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Már Guðmundsson Seðlabankastjóri er góður liðsmaður fyrir heimilin í landinu og ríkisstjórnin hlustar vonandi núna

Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.9.2009 kl. 01:43

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

En hvar á ríkisstjórnin að finna peninga til að greða fyrir niðurfærsluna? Hvar á að hækka skatta og hvar á að skera niður ríkisútgjöld til að mæta kostnaði skattgreiðenda af slíkri niðurfærslu?

Sigurður M Grétarsson, 25.9.2009 kl. 14:44

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég skoðaið þennan blaðamannafund allan og þar með svarið við spurningu þinnig Gísli. Hann sagði ekkert um það að niðurfærsla skulda myndi laga vaxtastefnuna. Það eina, sem hann sagði var að ef hlutfall lána í erlendum myntum af lánum heimila og fyrirtækja myndi minnka þá myndi það laga vaxtastefnuna. Rökin fyrir því voru þau að þá myndi "tjónið" af lækkuðu gengi krónunnar í kjölfar lækkun stýrivaxta ekki eins mikið.

Mér leikur forvotni á að vita út á hvað þínar hugmyndir ganga nákvæmlega út á og hvernig þú metur lagalega stöðu þeirra, sem skulda verðtryggð lán í íslenskum krónum. Nú hafa Hagsmunasamtök heimilanna talað eins og þú styðjur þeirra kröfur en mér hefur sýnst af athugasemdum þínum á annarri bloggsíðu að þér hugnist þeirra útgáfa ekki og talar um mismunandi lækkun skulda eftir því hvernær menn tóku lánin og þá eins og mig minnir þig hafa orðað það einhvern veginn "eftir staðsetningu í íbúðvarðsbólukúrfunni. Því vakna nokkrar spurningar hjá mér.

1. Styður þú kröfu Hagsmunasamtaka heimilanna um að færa vísitölu neysluverðst til verðtryggingar og gengi myntkörfulána til janúar 2008?

2. Telur þú að gerðardómur eins og þú villt koma á muni fyrst og fremst leggja til lækkun verðtryggðra lána í íslenskum krónum til þeirra, sem keyptu sína fyrstu íbúð á íbúðaverðbóluárunum 2004 til 2008 eða telur þú að þar yrði um víðtækari lækkun að ræða?

3. Ef dæmið er skoðað frá janúar 2000 til júlí 2009 þá hefur vísitala neysluverðs til verðtryggingar hækkað um 74% á því tímabili en launavísitala hefur hækkað um rúm 90% og vísitala húsnæðisverðs á höfuðborgarsvæðinu um rúm 130%. Telur þú að gerðardómur eins og þú villt setja upp muni ákvaðra lækkun láns til aðila, sem keypti íbúð í janúar 2000 og tók til þess verðtryggt lán, sem hann er enn með?

4. Telur þú að slíkur aðili ætti möguleika í málsókn ef hann færi út í að stefna baknanum sínum eða Íbúðalánasjóði og krefðist lækkunar á láninu vegna forsendubrests.

5. Hverja telur þú líklegustu niðursöðuna ef farið verður að kröfu Hagsmunasamtaka heimilanna og vísitala neysluvarðs til verðtryggingar verður færð aftur til janúar 2008 með lögum frá Alþingi og einhver stór eigandi varðtryggðra skuldabréfa, til dæmis lífeyrissjóður, fer í mál við ríkið vegan síns taps á grunvelli eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar?

Sigurður M Grétarsson, 25.9.2009 kl. 18:53

4 Smámynd: Gísli Tryggvason

Þakka þér áhugann og málefnalegar spurningar, Sigurður, sem sýnir - eins og umfjöllun þín víðar á blogginu - að þú hefur reynt að setja þig inn í tillögur mínar og taka upplýsta afstöðu til þeirra. Það er meira en hægt er að segja um marga sem þó hafa talið sér fært að tjá sig um þær opinberlega! Kjarninn er að mínar tillögur eru ekki efnislegar - um tiltekna niðurfærslu eða réttu lausnina, öfugt við aðrar tillögur sem ég hef heyrt; mínar tillögur lúta einungis að málsmeðferð við að finna rétta eða ásættanlega lausn.

Hér má lesa upphaflega frétt á vefsíðu embættisins um fyrri tillöguna - sem beindist að ríkisstjórninni - og þar eru tenglar inn á ítarlega tillöguna sjálfa eftir útdrátt úr kjarnanum: http://talsmadur.is/Pages/55?NewsID=1038.

Hér er svo frétt um aðra útgáfu af gerðardómstilmælum - til banka og annarra kröfuhafa, sem þeir eru að svara þessa dagana - fjórum mánuðum síðar ásamt sambærilegum tenglum: http://talsmadur.is/Pages/55?NewsID=1080.

Kem ég þá - í næstu færslum - að spurningum þínum - tölusettum frá 0 til 5 og svara sem 0 þeirri fyrstu sem barst fyrr í dag (enda á ég erfitt með að blogga á skrifstofutíma).

Gísli Tryggvason, 25.9.2009 kl. 21:36

5 Smámynd: Gísli Tryggvason

0. Hvergi; ríkið á ekki að blæða - heldur kröfuhafar - verði fallist á "niðurfærslu," "afskriftir,"" leiðréttingu" eða "endurskipulagningu" skulda eins og þetta hefur helst verið nefnt. Kröfuhafar - þ.m.t. erlendir - hafa lánað íslenskum neytendum í gegnum bankana (og sjálfsagt Íslandi og fyrirtækjum, sem er ekki í minni lögsögu) of mikið og með hæpnum - og í mörgum tilvikum ólögmætum - hætti af hálfu bankanna og annarra fjármálafyrirtækja. Tap ríkisins er því einungis sem kröfuhafa, beins eða afleidds - eins og mér hefur verið bent á í kjölfar tillögu minnar.

Hafi ríkið ætlað að endurreisa bankana með efnahagsreikning á nafnvirði þessara hæpnu lánaeigna er hins vegar rétt að þetta er "á kostnað" ríkisins og skattgreiðenda en því hef ég hvorki trúað né tekið það gilt - frekar en hinn mæti og talnaglöggi bloggari Vilhjálmur Þorsteinsson sem fullyrti í færslu um daginn (sem þú tjáðir þig m.a. um) að kröfur á útrásarvíkinga lentu ekki á ríkinu; ég sagði aðeins að sama ætti við um kröfur (einkum gengislánakröfur) é hendur neytendum. Uppskar ég reiði Vilhjálms - sem sagðist þó áður ætla að kynna sér tillögur mínar og gefa álit sitt á þeim.

Svar mitt við þessari spurningu þinni er því að ég tel mér hvorki rétt né skylt að ráða handhöfum fjárveitingar- eða skattlagningarvalds heilt af þessu tilefni.

Gísli Tryggvason, 25.9.2009 kl. 21:41

6 Smámynd: Gísli Tryggvason

1. Ég hef reynt að forðast að taka afstöðu - jákvæða eða neikvæða - til einstakra efnistillagna (HH sem annarra, svo sem Framsóknarflokksins - þó að ég hafi talið mig knúinn til að svara á bloggi nefnds Vilhjálms Þorsteinssonar, eins og þú hefur bent á, að ég hafi ekki verið fylgjandi flatri tillögu Framsóknar) enda finnst mér þá ég vera að fara fram úr mér þar sem málsmeðferðartillögur mínar ganga út frá að að hagsmunaaðilar eða aðrir hæfir menn leggi til eða ákveði í gerðardómi hina "réttu" lausn.

Tillögu um 1.1.08 sem viðmiðun hef ég ekki tekið skarpa afstöðu til en mér skilst að sú dagsetning byggist á almanaks- og efnisrökum sem mér finnast ekki langsótt þó að ég hafi viljað hafa meiri sveigju (eða parabólu) í spádómum mínum um réttláta niðurstöðu - sbr. húsnæðisbóluna sem þú hefur bent á í athugasemdum á bloggi Vilhjálms Þorsteinssonar að ég aðhyllist.

Gísli Tryggvason, 25.9.2009 kl. 21:50

7 Smámynd: Gísli Tryggvason

2.  Já; það finnst mér ekki ólíklegt - auk gengistryggðra íbúðarkaupalána ekki síður enda hafa þau hækkað mun meira (auk þess sem þar er beinlínis deilt um lögmæti út frá settum lögum frá Alþingi en ekki aðeins óréttmæti og forsendubrest skv. skráðum og óskráðum reglum).

Ég svara játandi þar sem þú orðar spurninguna sem "fyrst og fremst" en ég vil þó, sem sagt, forðast að gefa mér niðurstöðuna sem gerðardómur er betur fallinn til að leggja til eða ákveða.

Gísli Tryggvason, 25.9.2009 kl. 21:55

8 Smámynd: Gísli Tryggvason

3. Varla; a.m.k. ekki eins mikla og þeirra sem þú spyrð umí 2. tl., sbr. rök í fyrri athugasemdum; í þeim möguleika á sveigjanleika felst að mínu mati kosturinn við mínar málsmeðferðartillögur - en á móti hefur verið bent á að þær gefi færi á of flóknum og ógagnsæjum lausnum en við flóknum vandamálum eigi við einfaldar lausnir. Þá hefur einnig verið bent á víða að hlutfallslegt tjón allra sé hið sama óháð krónutölunni - en ég tek undir með forsendunni í spurningu þinni að jafna megi því tjóni út á móti eignahækkun í húsnæðisbólunni ef töluglöggir gerðardómsmenn finna slíku stað.

Í kjölfarið hefur mér verið bent á að taka yrði tillit til verðtryggðra eigna skuldara (niðurfærslu"þega").

Gísli Tryggvason, 25.9.2009 kl. 22:09

9 Smámynd: Gísli Tryggvason

4. (Skil spuninguna svo að hún vísi til aðila skv. 3. tl.) Já; möguleika en ekki eins mikla og þeir sem tóku gengisbundin lán. Slík mál eiga frekar heima í pólitískri lausn eins og fyrri gerðardómstillagan minnir á heldur en lagalegri eins og sú síðari lýtur að. Svo er möguleikinn að taka til varna frekar en að sækja mál með því að stefna! Það kann að verða næsta skref ef ekkert gerist í næstu viku.

Gísli Tryggvason, 25.9.2009 kl. 22:12

10 Smámynd: Gísli Tryggvason

5. Tap kröfuhafans, t.d. lífeyrissjóðsins - einkum ef farnar verða eðlilegar og réttlátar málsmeðferðarleiðir eins og ég hef lagt til með tillögu minni um stjórnskipaðan gerðardóm í kjölfar eignarnáms í lok apríl og svo tilmælum í lok ágúst um samningsbundinn gerðardóm. Önnur málsmeðferð kann að eiga vel við - en enginn virðist hafa lagt slíkt til nema ég; flestir einblína á sína patent-efnisniðurstöðu.

Gísli Tryggvason, 25.9.2009 kl. 22:15

11 Smámynd: Gísli Tryggvason

PS Mér fannst nýi seðlabankastjórinn óvenju skýr miðað við seðlabankastjóra, sem telja óskýrleika almennt kost, og fannst mér hann svara í fáum setningum já - hvað varðar gengisbundin lán; verði þau færð niður auðveldar það seðlabankanum verkið, sem er að lækka vexti.

Gísli Tryggvason, 25.9.2009 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband