Ríkisstjórnin vill kveða á um merkingu erfðabreyttra matvæla

Í samstarfsyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar segir m.a.:

 

Tryggja að erfðabreytt matvæli séu merkt þannig að neytendum sé ljóst innihald matvæla við innkaup.

 

Ákvæðið er að vísu að finna undir fyrirsögninni "Umhverfi og auðlindir" en þetta er að mínu mati töluvert hagsmunamál neytenda - ekki síst þeirra sem telja að erfðabreytt matvæli séu skaðleg til neyslu eða að áhrifin séu a.m.k. vafa undirorpin eins og haldið hefur fram.

 

Við þetta hef ég ekki miklu að bæta en vísa hér á síðustu umfjöllun um málið á heimasíðu talsmanns neytenda - fremur nýlegan pistli - og fréttafrásögn af þeim pistli - frá sérfræðingi hjá Matís og frétt um umsögn mína um fyrri áform um reglubreytingu sem ekki hafa gengið eftir eins og vænst var. Eins og sjá má á þessum tenglum hefur Ísland sérstöðu með því að hér er engar slíkar reglur að finna - enn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.