Auglýsingar bannaðar börnum

Ekki er vanþörf á jákvæðum fréttum og tillögum um þessar mundir og hér er ein í lagafrumvarpi menntamálaráðherra sem dreift var í síðustu viku til þess að vernda minnstu neytendur landsins gegn óhóflegri markaðssókn; þar hefur menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fallist á að leggja svohljóðandi reglu til við Alþingi:

 

Ríkisútvarpinu ohf. er óheimilt að sýna auglýsingar meðan á útsendingu barnaefnis stendur. Óheimilt er að sýna auglýsingar sem beinast að börnum í 10 mínútur fyrir og eftir útsendingu slíks efnis. 
 

Þetta er í samræmi við (og gengur meira að segja að vissu leyti aðeins lengra en) tilraunir okkar umboðsmanns barna undanfarin þrjú ár við að sporna við slíkri markaðssókn sem beinist að börnum og eru þær að ná hámarki þessa dagana með leiðbeiningum um aukna neytendavernd barna sem taka gildi um áramótin og hægt er að gera athugasemdir við til jóla.

 

Eina athugasemdin sem ég hafði við ákvæðið í umsögn í gær til menntamálanefndar Alþingis er að það ætti kannski betur heima í almennum útvarpslögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil ganga svo langt að ég vil láta banna það að börn auglýsi vörur sem eru fyrir fullorðna. Finnst td ósmekklegt að heyra litla saklausa barnarödd auglýsa Nettó, barnið veit örugglega ekki hvað það er að auglýsa.

Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband