Á að sýna íþróttir á almennri rás RÚV eða bara á sérstakri sjónvarpsrás; greiðið atkvæði

Er rétt að breyta (nota ekki hlutdræga orðið "raska") dagskrá RÚV vegna íþróttaviðburða innanlands og utan eða er eðlilegt - bæði vegna áhugamanna um íþróttir og vegna þeirra sem vilja horfa á fasta dagskrárliði - að hafa sérstaka íþróttasjónvarpsrás - og "friða" hina rásina fyrir innskotum og röskun á hefðbundinni dagskrá?

 

Hér til vinstri er skoðanakönnun - mjög einföld, já eða nei - um málið; stendur til miðnættis.

 

Sjá síðustu færslu um mína afstöðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Fannberg Víglundsson

Ef þessi sérstaka íþróttastöð næst út um allt land á sömu stöðum og nær RÚV fyrir þá styð ég þessa hugmynd heilshugar.

Ef hins vegar hún gerir það ekki þá er alfarið á móti þessu.

Pétur Fannberg Víglundsson, 14.8.2008 kl. 09:28

2 Smámynd: Ásgerður

Ef þessi sérstaka íþróttastöð væri opin fyrir alla, og væri auka stöð hjá RUV og ekki þyrfti að greiða sérstaklega fyrir hana, þá segi ég já.

Ásgerður , 14.8.2008 kl. 10:31

3 Smámynd: Sigrún Óskars

Það mundi örugglega þurfa að borga aukalega fyrir þessa íþrótta-rás og ég borga ekki krónu meira til RUV en ég geri nú þegar.

Sigrún Óskars, 14.8.2008 kl. 14:17

4 Smámynd: Einar Þór Strand

Það á að setja kvóta á íþróttir í fjölmiðlum.

Einar Þór Strand, 14.8.2008 kl. 15:13

5 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Ég fæ ennþá grænar bólur þegar ég rifja upp EM fótboltamaraþonið þarna í júní. Það má kannski hafa gaman af 1-2 leikjum og alveg sjálfsagt að sýna úrslitaleikinn. En kommon, við vorum ekki einu sinni með lið í keppninni og þurftum samt að sitja undir hverjum einasta  leik. Það lítur út fyrir að fámennur hópur íþróttaáhugamanna hafi meiri aðgang að dagskrá sjónvarpsins en aðrir. Og svo er ekki einu sinni hægt að sýna frá Feneyjatvíæringnum sem er bara annað hvert ár og er jafnað við Ólympíuleika í myndlist. Hver er það sem ákveður að listir séu leiðinlegt sjónvarpsefni? En það er hægt að hrúga yfir mann öllum þessum fótbolta.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 14.8.2008 kl. 16:39

6 Smámynd: Vilberg Helgason

Ég sem mikill áhugamaður um íþróttir í sjónvarpi og þá sérstaklega hjólreiðar og hefði þar með hefði virkilega áhuga á því að RUV myndi sinna minnihlutahópum, þeas minni íþróttagreinum með því að halda úti íþróttastöð í anda Eurosport sem sýnir eitthvað annað en frjálsar, handbolta,  fótbolta og golf.

Að sama skapi finnst mér ekki réttlætanlegt að barnaefni sé fyrst að víkja fyrir íþróttum alltaf.

Vilberg Helgason, 14.8.2008 kl. 17:12

7 Smámynd: Hansína Hafsteinsdóttir

Það er stundum erfitt að útskýra fyrir börnum, sem eru að fara að horfa á þáttinn sinn, að honum er bara sleppt vegna fótbolta- eða annarra íþrótta.  Mín var farin að lesa 5 ára og varð alltaf mjög sár þegar dagskránni var svo bara breytt vegna íþrótta.

Hansína Hafsteinsdóttir, 14.8.2008 kl. 17:45

8 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Þetta skrifaði ég á bloggi mínu 17. júní s.l.:

Íþróttarásin RÚV

Það hefur oft verið rætt opinberlega að RÚV ætti að koma sér upp sérstakri íþróttarás í stað þess að láta íþróttirnar sífellt ryðja venjulegri dagskrá af skjánum. Ég held að þessi umræða sé ekki í réttum farvegi. Það er nefnilega staðreynd að RÚV er löngu orðin að íþróttarás. Ekkert sjónvarpsefni nýtur sama forgangs og þegar íþróttir eru annarsvegar virðist aldrei skorta peninga.

Á hvaða sviðum keppir RÚV við Stöð 2? Aðalslagurinn hefur staðið um Formúluna og enska boltann! Stöð 2 er fremri í gerð framhaldsþátta (Pressan, Nætur- og Dagvaktin) og almenns efnis um Íslendinga (Sjálfstætt fólk). Og svo „stálu“ þeir Formúlunni!

Í rauninni ætti Sjónvarpið að vera sjónvarpsútgáfa af Rás 1. Meginefnið: Menning og menntir. Og svo, ef þörf krefur, má setja á laggirnar sérstaka íþróttarás. Það er ekki mikið mál sbr. allr rásirnar sem 365 miðlar reka.

Hjálmtýr V Heiðdal, 14.8.2008 kl. 20:08

9 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Mér finnst það alls ekki boðlegt að sýna íþróttir meiri hluta útsendingar sum kvöld.

Ég horfi aldrei á íþróttir, og er svo heppin að vera áskrifandi á Dönsku sjónvarpi. Það er glásin öll af góðu fræðandi efni þar.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 14.8.2008 kl. 22:51

10 Smámynd: Ólafur Örn Nielsen

Ættu neytendur ekki frekar að hafa val um að kaupa ekki aðgang að RÚV? Neytendur gætu þá ráðstafað þeim fjármunum í það efni sem þeir hafa mestan áhuga á.

Ólafur Örn Nielsen, 15.8.2008 kl. 08:29

11 identicon

Sér íþróttarás. Og sama afnotagjald. En nefskattur.

Þetta er bara mín skoðun.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband