Þjóðarsátt um afnám verð(bólgu)tryggingar?

Í lok síðustu viku kom fram í fréttum sú afstaða fjármálaráðherra að sjálfsagt væri að hitta aðila vinnumarkaðarins, kæmu þeir með góðar tillögur. Af þessu tilefni hafði ég samband við fulltrúa aðila vinnumarkaðarins - og þá ekki bara þá stóru, ASÍ og SA, heldur líka þá sem víla og díla um kjör opinberra starfsmanna.

 

Ég stakk upp á að þeir tækju upp við ríkisstjórnina mál sem ég hef vakið máls á en ekki komið í formlegan farveg ennþá: afnám verðtryggingar - sem ég hef haldið fram að tryggi áframhaldandi verðbólgu.

 

Breyting á því fyrirkomulagi sem tíðkast á tengingu neytendalána við vísitölu neysluverðs verður ekki gerð án þess að aðilar vinnumarkaðarins - sem komu lífeyriskerfinu á fót og reka það - komi að því (auk stjórnvalda). Að vanda eru undirtektir hagfræðinga dræmar; nánar um það síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Það að afnema verðtrygginguna eins og hún er framkvæmd hér og færa hana inn í vextina gerðu stýrivaxtavopn Seðlabankanns beittari.

Þá kæmu allar hækkanir á lánum vegna verðlagshækkana til greiðslu strax og almennur lántakandi þyrfti strax að bregðast við með minnkandi neyslu. Eins og kerfið er núna dreifast þær á allt að 40 ár því þær hækka höfuðstólinnn en ekki afborgunina að neinu marki.

Gera má ráð fyrir að væri þetta fyrirkomulag við lýði núna hefði fyrr dregið úr neyslu og viðslipti við útlönd það sem af er ári verið hagstæðari, og verðbólgan minnkað.

Neyslan hefði dregist hratt saman því fólk hefði mun minna fé milli handa þvi greiðslubyrði lána hefði snarhækkað með hækkandi vöxtum.

Ég held að það sé nokkuð ljóst að þetta hefði gert mun fleirum ókleift að standa við greislur af lánum en þeir sem það hefðu getað sæju fram á bjartari tíma með minni greiðslubyrði í framtíðinni.

Landfari, 15.8.2008 kl. 11:40

2 Smámynd: Rúnar Ingi Guðjónsson

Já þannig er það að verðtrygging hún hækkar sjálfa sig.

tökum sem dæmi að ef einn mánuðinn hækki verðtryggingin á húsnæðisláninu þínu, þá hækkar kostnaðurinn við að búa í húsinu.

Svo í næsta mánuði, þá hækkar verðtrygging á húsnæðisláninu, vegna þess að í mánuðinum á undan hækkaði húsnæðiskostnaðurinn.

Nú í þriðja mánuðinum, hækkar kostnaðurinn við að búa í húsinu vegna þess verðtryggingin hækkaði.

og þá þarf verðtryggingin að hækka vegna þess að húsnæðiskostnaðurinn hækkaði....

osfr.osfr.

En ég legg til að að kaupa verðtrygginguna út með því að býtta á vaxtabótunum.

Þá slá stjórnvöld tvær flugur í einu höggi, Verðtrygginu út ásamt vaxtabótakerfinu.

Rúnar Ingi Guðjónsson, 15.8.2008 kl. 11:50

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Hvaða hagsmuni eru þessir Hagfræðingar að vera?

Eru þetta nokkuð mennirnar sem að Davíð er búin að raða í kring um sig.

Það er alveg deginum ljósara að eitthvað þarf að gera til að bjarga þjóðinni.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 15.8.2008 kl. 12:48

4 identicon

Verðtrygging hækkar höfuðstól sem hækkar vexti prósentulega séð. Verðtrygging er ekki afturvirk þannig að niðursveiflan hefur hækkað öll lánin til frambúðar. Lánin verða oft hærri heldur en raungildi eigna. Eignir eins og fasteignir eru þess vegna oft ill seljanlegar og þar sem enginn vill þessi ofur verðtryggðu lán.

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 16:59

5 Smámynd: Landfari

Guðrún, ég geri ráð fyrir að þeir séu bara að benda á það að það eru hagsmunir mjög margra að hækkanir á afborgunum af lánum skelli ekki á lántakendum af fullum þunga strax og verðbólga fer af stað. Það mynid ríða þeim mörgum að fullu og þeir yrðu gjaldþrota vegna þess hve skuldsettur landinn er almennt.

Þess vegna er hagstæðara fyrir mikið skuldsetta að verðbótaþátturinn leggist við höfuðstólinn og greiðist niður á lánstímanum. Ef þú setur verðbótaþáttinn inn í vextina eins og er víða erlendis þá skellur hækkunin á af fullum þunga strax og verðbógan fer af stað og afborganir hækka umtalsvert meira en með hinni aðferðinni en þá verður eftirleikuinn lika auðveldari. Þess vegna má segja að það sé hagstæðara fyrir lítið skuldsetta að hafa verðbótaþáttinn i vöxtunm og afgreiða hækkunina þegar hún skellur á.

Hættan er bara að þeir meira skuldsettu ráði ekki við það og fari í greiðsluþrot.

Hér er enn einn lögfræðingurinn að mæla með afnámi verðtryggingar. Það er svolítið athyglisvert að þeir sem helst virðast berjast fyrir þessu eru lögfræingar. Nægir þar að nefna Jón Magnússon og Atla hjá Vinstri grænum. Ég vil ekki ætla þessum mönnum neitt illt en hverjir hafa vinnu við uppgjör þrotabúa sem óneitanlega myndi fjölga ef verðbótaþátturinn yrði færður inn í vextina? Ekki hagfræðingar, svo mikið er víst.

Davíð Halldór, ég hreinlega skil ekki hvað þú ert að segja. Geturðu ekki skýrt þína meiningu aðens betur.

Verðtrygging eins og við höfum vanist hækkar einmitt ekki vaxtaprósentuna. Verðtrygging er nær alltaf miðuð við lántökudag en aldrei afturvirk. Ef niursveiflan er það mikil að það verði verðhjöðnun þá lækkar höfuðstóllinn (í sumum samningum er þó ákvæði um að lækunin geti þó ekki lækkað höfuðstólinn niður fyrir upphaflegu krónutöluna). Fsteigir hafa einmitt á undanförnum árum hækkað langt umfram hækkanir á verðtryggðu lánunum sem á þeim hvíla. Íslenska eyðsluklóin hefur hinsvegar í allt of mörgum tilfellum tekið ný lán út á húsin sín til að kaupa alls kyns hluti sem hún hefur ekki efnin á. Þess vegna eru mörg hús núna yfirveðsett því síðustu mánuði hefur fasteignaverð ekki hækkað í takkt við verðbóguna. Það var hinsvegar löngu fyrirséð og reyndar vonum seinna að fasteignaverð lækkaði aðeins og yrði nær raunveruleikanum.

Landfari, 15.8.2008 kl. 18:27

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Gísli minn!

Take a grip!

Þú veist það vel að á meðan við erum að burðast með íslensku krónuna - þá verðum við að halda verðtryggingunni - nema þú viljir snarhækka raunvexti upp úr öllu valdi!  

Ef einhver vill þá yfir höfuð lána í íslenskum krónum!

Hvernig væri að þú snerir þér að hinu raunverulega vandamáli - íslensku krónunni...

... og hættir að tala fyrir óraunhæfu afnámi samningafrelsis íslenskra neytenda - sjálfur Talsmaður neytenda!

 Þú gengisfellir embættið með þessari vitleysu!

Hallur Magnússon, 15.8.2008 kl. 18:28

7 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

En þarf ekki í raun að vinna betur í þvi hvernig verðtrygging er reiknuð út afhverju hækkar tóbak og afengi vísitölu það er ekki með daglegum neysluvörum og afhverju hækka væntingar vísitölu þó að fasteignasali segi hús hafa hækkað um einhverjar miljónir eru það ekki verðmæti nema að húsið sé selt. Í dag geta fasteignafélög haldið uppí verði á húsnæði með einföldum sölum sín a milli markaðurinn er það grunnur. Þannig er haldið uppi og vísitala jafnvel hækkuð og einnig virði eignasafna það eru engin vermæti í neinu nema huglæg þangað til að það er selt fyrir áþreifanleg verðmæti. Raunverulegt dæmi Skuldari skuldar banka 26,5 milj banki tekur húsið en skuldari fær mánuð til að bjarga sér á þeim mánuði kemur tilboð upp á 27 milj bankinn sem búin er að leysa til sín húsið en lætur skuldara þo enn borga af því neitar að fallast á tilboðið vegna þess að húsið eigi ekki að fara á minna en 30 milj loka staða banki tekur húsið borgar 21 milj fyrir það krefur skuldara um 6,5 milj og eyðileggur möguleika hans á því að ganga uppréttur í náinni framtíð sem skuldari hefði getað ef salan hefði verið samþykkt en hún hefði kannski valdið lækkun á meðaltali seldra eigna. Markaðsverð svona hús var 30 milj en er löngu fallið á markaði niður i 26 til 27 milj. Þetta fékk mig til að hugsa hvort að ekki sé verið að halda uppi röngu verði með handafli og þar með falskri vísitölu.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 15.8.2008 kl. 22:43

8 identicon

"Davíð Halldór, ég hreinlega skil ekki hvað þú ert að segja. Geturðu ekki skýrt þína meiningu aðens betur." Landfari

Þetta var frekar óljóst en það sem ég vildi meina er að höfuðstóllinn og vextir eru endureiknaðir í hverjum mánuði sem þýðir að ef höfuðstóll hækkar þá hækka vextirnir.

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 13:52

9 Smámynd: Landfari

jón Aðalsteinn, á ég að trúa þvðí að þetta sé raunverulegt dæmi. Var þetta tilboð upp á 27 millur frá aðila sem gat greitt þær eða bara gerfitilboð til að draga málið á langinn?

Það er akkúrat munurinn á verðtryggingunni og breytilegum vöxtum að með verðtryggingunni hækkar höfuðstóllinn og þess vegna þartu að borga hærri vexti í krónum talið þó prósentan sé sú sama. Þú greiðir hækkunina með jöfnum afborgunum á þeim tíma sem eftir lifir af lánstímanum. Það er mun þægilegri leið fyrir flesta en þurfa að greiða alla hæækunina í næstu afborgun. Hreinlega margir sem ekki réðu við það.

Þett er svipað og með 40 ára husnæðislánin. Þau eru mikklu dýrari en 25 ára lánin en það eru aðeins þægilegri afborganirnar af þeim.

Landfari, 17.8.2008 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband