Verðbólguvæntingar eða verðbólgutrygging

Víða um heim er seðlabönkum gert að berjast við svonefndar verðbólguvæntingar með háum vöxtum. Hér á landi er vanmælt að tala um verðbólgu"væntingar" því væntingar gefa til kynna að eitthvað sé óvíst, hugsanlegt.

 

Ef verð hækkar á banönum, bensíni eða brauði er hugsanlegt að lánveitandi, leigusali eða launþegi erlendis fari fram á hærra endurgjald í langtímasamningum fyrir sitt framlag - einhvern tímann. Þó að viðsemjandi hans geti vissulega oft sagt að þessi verðhækkun sé ekki honum að kenna er ekki útilokað að hann fallist á hækkun endurgjalds að meira eða minna leyti - einhvern tímann.

 

Þetta er kallað verðbólguvæntingar. (Svipað gerist hérlendis í samningum sem ekki eru langtímasamningar.)

 

Hér á landi er hins vegar innbyggð sjálfkrafa víxlverkun í marga langtímasamninga - svo sem um húsnæðislán, leigu, þjónustu eða verk - þannig að verðhækkun (eins og ríkið tekur að sér að mæla hana í ýmsum vísitölum) fer sjálfkrafa inn í endurgjaldið, án þess að semja þurfi um það. Sú hækkun verður yfirleitt strax í næsta mánuði enda eru vísitölur reiknaðar mánaðarlega.

 

Þetta má kalla verð(bólgu)tryggingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll,

ég er nokkuð sammála þessu með verðbólgutrygginguna. Húsnæðisverð fer ekkert lækkandi þar sem verðtryggðu fasteignalánin hækka og hefur enginn áhuga á því að borga með fasteignum sínum við eignarskipti.

P.S.

Ég styð 100% hugmyndir þínar um hóplögsóknir og afnám verðtryggingu á lánum. Gangi þér vel!

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband