Komið nú konur - jafnrétti á blogginu!

Af því að ég er fæddur í Noregi vil ég gera eins og Norðmenn um stjórnir fyrirtækja sinna - að þar ríki kynjajafnrétti, þ.e. þannig a.m.k. 40% af hvoru kyni eigi fulltrúa í stjórnum, með góðu eða illu. Sjálfur geri ég það með góðu, þ.e. að vilja gæta jafnræðis í vali á bloggvinum mínum og einkum jafnréttis milli kynjanna - eins og vonandi í blogginu sjálfu.

 

Komið nú konur! Ég er alveg að ná þessu.

 

PS Í raun mætti réttlæta hærra hlutfall kvenkyns bloggvina á neytendabloggi mínu sem talsmanns neytenda enda er vel þekkt að konur standa fyrir vali á meiri hluta kaupa heimilisins og eru því í vissum skilningi meiri - og kannski stundum meðvitaðri - neytendur en karlar eins og endurspeglast m.a. í vali mínu í ráðgjafarráð talsmanns neytenda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það verður að bæta úr þessum kvenbloggvinaskorti þínum! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 28.3.2008 kl. 22:51

2 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Hjartanlega sammála þér Gísli. Um að gera að gæta jafnréttis í hvívetna. Ég þarf að kanna bloggvinalistann minn í þessu tilliti ...

Bestu kveðjur frá bloggvinkonu þinni.

Kristbjörg Þórisdóttir, 29.3.2008 kl. 00:11

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er nú alveg síðasta sort, Gísli, og slæmt ef þú ætlar að mála þig út í horn með þessari ófrumlegu tillögu. Til hvers í ósköpunum eiga konur t.d. að sitja í stjórn vélsmiðju þar sem engin kona starfar – eða togaraútgerðar þar sem konur eru kannski 5% starfsmanna? Hvernig í ósköpunum á það að hjálpa slíkum fyrirtækjum að bera sig betur? Er það kannski alls ekki tilgangurinn, heldur þvert á móti? Á bara að setja fleiri konur í forréttindastörf, jafnvel þótt þær komi þangað inn sem vankunnandi á því sviði? Heldurðu, að fyrirtækjarekstur gangi betur með því móti?

Jón Valur Jensson, 29.3.2008 kl. 00:54

4 Smámynd: Bumba

Heheheheheh  þú ert nú alveg óborganlegur Jón Valur, ehehehehehe. Eð að biðja konu að moka úldnu gúanói. Held þær fengust nú varla í það. Gísli, þetta er ekki svo vitlaus hugmynd samt, en mér finnst þetta samt draugfyndið.  Með beztu kveðju.

Bumba, 29.3.2008 kl. 18:54

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Þetta er auðvita örþrifaráð en ég er þeirrar skoðunar nú orðið að þetta sé eina leiðin sem dugar því miður. Auðvita hefði verið skemmtilegra að menn finndu þörf hjá sér sjálfir að hafa sem fjölbreyttasta samsetningu í stjórnum og ráðum en það er alltaf samtryggingar- og félagapólitíkin sem ræður í þessu sem flestu öðru. Skemmtilegt innlegg frá Jóni sem heldur greinilega að konur séu í meirihluta stjórna þar sem eru kvennavinnustaðir eins og t.d. í bönkum og spítölum og menntakerfinu. Ég held að fyrirtækjarekstur gangi betur eftir því sem fleiri viðhorf komi fram við ákvarðanatöku.  

Kolbrún Stefánsdóttir, 29.3.2008 kl. 20:00

6 identicon

Kolbrún ertu siðleysingi eða er þér bara illa við mig?

Svona gætu margir eigendur fyrirtækja spurt þig. Ég rek lítið fyrirtæki sem einn daginn verður vonandi stórt. Ætlar þú þá að banka upp á og heimta að við setjum konur í stjórn og kannaski nokkra rauðhærða með þeim, kannski rauðhærða konu?

 Ef fjölbreytni er góð fyrir fyrirtæki þá tapa þeir sem hafa ekki fjölbreytta stjórn eða stjórnendur. Þeir sem eiga fyrirtækin eiga að ráða þessu, það er ekkert flóknara en það.

Þeir sem stofna til fyrirtækja eða kaupa þau eru þeir sem bera bæði arð og kostnað af fyrirtæki, það er því ávalt þeirra að stjórna því hvernig þeirra fyrirtæki er háttað. Mig langar að benda kollu á að ég tók ásamt 3 félögum mínum mikla áhættu þegar við stofnuðum okkar fyrirtæki og því ráðum við því í dag hver situr í stjórn, ekki bara vegna þess að við tókum áhættu heldur vegna þess að við eigum fyrirtækið. Kolla og aðrir femínistar geta étið það sem úti frís, mín vegna. Það er óþolandi að þurfa að horfa upp á fólk sem þorir sjálft ekki að taka áhættu og stofna eða kaupa fyrirtæki en ætla sér að stjórna því hverngi aðrir ráðstafa sínum fyrirtækjum. Því lík helv... frekja og ekkert annað. Þið ættuð bara að skammast ykkar og fara að skila einhverju til samfélagsins sjálfar.

P.s. Menntakerfið er lokað og þangað til skitpir engu máli hver ræður þar eða situr í stjórnum skóla.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 20:17

7 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Er það rétt skilið hjá mér, Vilhjálmur Andri, að þú teljir konur ekki skila neinu til samfélagsins...???

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.3.2008 kl. 20:25

8 identicon

Ég sagði ekki að konur yfir höfuð skiluðu ekki einhverju til samfélagsins. Það er hins vegar merkilegt að þeir sem tala mest um það hvernig aðrir eiga að haga sínum eignum, í þessu tilviki fyrirtækjum, eru þeir sem ekki þora að leggja eigin skinn að  áhættu í að skapa verðmæti og störf sem skila sér til samfélagsins.

Ég veit vel að ég var mjög harður við Kolbrúnu og það má vel vera að hún eigi það ekki allt skilið. Nú er staðan bara sú að við sem eigum hagsmuni að gæta getum ekki endalaust sitið á okkur af einhverri kurteisi við femínista sem rugla og þvaðra allan liðlangan daginn. 

Það er ekki auðvelt að koma fyrirtæki á fót, það hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Það voru tímar þegar  menn voru tilbúnir að gefast upp en hörkuð af sér og komust í gegnum eriftt tímabil en nú þegar gengur vel banka femínistar upp á. Nú banka þær og vilja jafnréttisáætlu, fleirri konur í stjórn og ég veit ekki hvað. En hvar voru þær þegar illa gékk? Hvar voru þær þegar þurfti að fá auka veð á lán? Hvar voru þær þá? Ekki var bankað þá og boðin aðstoð.

Þessi femínismi er eitt stórt bull. Það eru allir jafnir fyrir lögum á Íslandi fyrir utan mismunun jafnréttislaga. Ef femínistar vilja fleirri konur í stjórnir þá stofna þær bara sín fyrirtæki sjálfar og sitja í stjórnum þeirra. Það kominn tími til að fólk hætti að nota löggjöfina til að ráðast á eignir annarra.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 01:21

9 Smámynd: Gísli Tryggvason

Takk fyrir athugasemdir; ég rökstyð þetta sögulega, lagalega og siðferðilega í færslu síðar í dag eða á morgun. Ég tel að við Norðmenn málum okkur ekki út í horn með því að vilja ekki bíða í áratugi enn eftir að konur njóti jafnréttis í raun og samfélagið njóti krafta þeirra til fulls. Reynsla mín er reyndar að konur séu oft betra starfsfólk en það kann að vera (ó)heppni.

Gísli Tryggvason, 31.3.2008 kl. 12:27

10 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll vertu Vilhjálmur. Þú mátt vera eins harður og þú vilt það er í fínu lagi mín vegna. Það segir meira um þig en mig en ég held að ég megi alveg hafa mína skoðun þó þú sért á móti femínistum. Mér hefur aldrei dottið í hug að hægt sé að skikka einkafyrirtæki til að velja aðra í stjórn en þeir vilja sjálfir. Ég er að tala um hlutafélög sem eru á markaði og eins opinber fyrirtæki og stofnanir. Við erum því að tala út og suður ég og þú. Ég hef fylgst með fyrirtækjum í mínu starfi  í gegnum árin og byggi mína skoðun á þeirri reynslu. Ég rak fyrirtæki sem við áttum hjónin ( meðan ég var gift) og lögðum allt undir eins og fleiri, hús og bíl en aldrei ættingjana. Menntakerfið er ekki svo lokað til dæmis fræðslustofnanir sem stéttarfélögin reka eða fræðslusjóðir þeirra t.d. Mímir ofl. símenntastöðvar. Ég er ekki siðleysingi og nota bena ekki femínisti heldur. Gangi þér sem allra best í framtíðinni. Kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 31.3.2008 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband