Fúlskeggjaður

Ég var orðinn fúlskeggjaður - ekki af fúllyndi (en dönsk áhrif á íslenskt mál um "fuld-skæg" hafa gefið af sér þetta orð); ég var farinn að stinga hressilega með skegginu - en hvers vegna?  Skeggsnyrtir, sem ég keypti, hafði bilað eða brotnað. Um var að ræða 7.000 kr. nýlegan skeggsnyrti án þess að tryggt væri að varahlutur (lykilhlutur, sjálf klippieiningin, en væntanlega ódýr í framleiðslu - að ég tel) fengist að nýju.

 

Nei;  yfirlýst stefna - eftirá - er að það sé ekki í boði. Mér bauðst hins vegar það kostaboð að fá nýjan skeggsnyrti á því kostaboði 3.000 kr. sem ég tók ekki. Í fljótu bragði finnst mér lágmark að upplýsa um þessa stefnu fyrirtækisins - að bjóða ekki upp á varahluti ef eitthvað bregst.

 

Athyglisvert er að um er að ræða sama fyrirtæki og ég kallaði á teppið til þess að upplýsa um grundvallarreglur í neytendalöggjöf en auk þess sem þar kemur fram var áréttað að neytendur ættu rétt á að fá úrbætur galla á sama stað og varan var keypt.

 

Spurningin er hvort sami réttur er fyrir hendi hvað varðar varahluti þegar eitthvað þarf að laga eða bæta þegar neytandi sjálfur hefur skemmt hlut; er t.d. viðunandi að vísa á annan aðila um varahluti? Sama eðlis er spurningin hvort viðunandi sé að selja hugbúnað og tæki sem ekki geta nokkrum árum síðar sótt í unnið eða vistað efni!

 

Hvað finnst ykkur, kæru neytendur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Þetta er náttúrulega ófært fyrir venjulega menn en þú og Brad Pitt getið svosem gengið um með "þriggjadaga" skegg án þess að það komi að sök. Varðandi spurninguna um rétt neytenda til að fá varahluti og viðgerð á vöru finnst mér það eiga að vera þannig að fyrirtæki sem selur hluti taki ákveðna ábyrgð á þessari þjónustu. Ég var að leita fyrir pabba minn eftir viðgerð á fjarstýringu að bílnum hans sem hafði fylgt með frá umboðinu. Eitthvað hafði lykillinn laskast hjá karli og vantar nú skrúfur í hann en hann virkaði alveg límdur saman með límbandi. Umboðið vísaði á eitthvert fyrirtæki sem er innan borðs hjá N1 sem átti ekkert í þetta og ráðleggingin var að kaupa nýtt uppá 10 þúsund þar sem búnaðurinn væri til staðar í bílnum. Ja svei. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 3.8.2008 kl. 12:09

2 Smámynd: Gísli Tryggvason

Það er ekki leiðum að líkjast.

Gísli Tryggvason, 3.8.2008 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband