Obama fer í spor Lincolns

Það er ekki bara gaman að heyra að frambjóðandinn, sem ég bjóst lengi við að yrði næsti forseti Bandaríkjanna og "studdi" framan af, verði í staðinn næstvaldamesti stjórnmálamaður stórveldisins. Með útnefningu Hillary Rodham Clinton sem utanríkisráðherra síns er Barack Obama að mínu mati einnig að feta í fótspor eins merkasta fyrirrennara síns, Abraham Lincoln, sem veitti svörtum þrælum einmitt frelsi í Borgarastyrjöldinni fyrir hátt í 150 árum.

 

Eitt af því sem einkenndi verk þess klóka hugsuðar var að Lincoln tókst að gera nokkra af sínum helstu keppinautum að ráðherrum sínum og var auk þess talinn hafa náð því besta út úr ráðherrateyminu með því að spila á innbyrðis togstreitu þeirra.

 

PS Hefurðu svarað í könnun hér til vinstri hvort þú stundar vöruskipti, þjónustuskipti eða skipti á vöru og þjónustu?


mbl.is Obama útnefnir Clinton sem utanríkisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það virðist nokkuð ljóst að Bandaríkin eru að fá stórkostlegan leiðtoga sem næsta forseta. Og ekki er vanþörf á eftir það hatursfulla áróðursstríð sem verið hefur í gangi undanfarin ár.

Heimurinn er heppinn að svona vel tekst til vestra, til hamingju við öll.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.12.2008 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.