Verður Palin valin - eða fellur hún í valinn?

Þar sem ég er engu nær eftir efnahagsfréttabið helgarinnar datt mér í hug að vekja athygli á þessari stórfrétt að vestan um bandarísk stjórnmál en eins og ég sagði í þessari færslu getur ýmislegt gerst þar á elleftu stundu:

 

Þegar hefur verið bent á eina beinagrind - og það sem meira er: niðurstaðan úr rannsókn á réttmæti ásakana gagnvart Palin eiga að liggja fyrir nokkrum dögum fyrir forsetakosningarnar; hún er sökuð um að hafa sem fylkisstjóri Alaska misbeitt pólitísku valdi með því að víkja embættismanni úr embætti í kjölfar þess að hann hafnaði flutning í annað embætti - en ástæðan er sögð vera sú að embættismaðurinn neitaði að reka starfsmann sem átti í deilum við fyrrverandi konu sína, systur Palin.


mbl.is Bera vitni um störf Palin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

  • Hún Sarah Palin er sannlega valinn
  • sómakostur við forsetans hlið,
  • því Barack Obama brýtur sú dama
  • á bak aftur skjótt, svo fellur við.

Jón Valur Jensson, 6.10.2008 kl. 01:23

2 identicon

Er þetta mál ekki óttalegur tittlingaskítur, þegar litið er á stóru myndina?  Vitaskuld, ef rétt er, er þetta mál ekki henni til sóma, en ég dreg stórlega í efa að þetta reynist henni einhver dragbítur.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband