Skjótar og traustvekjandi aðgerðir stjórnvalda

Mér finnast þessar aðgerðir við fyrstu sýn hljóma sem skynsamleg málamiðlun milli upphaflegra tillagna stjórnvalda og gagnrýni á þær undanfarna daga. Raunar finnast mér viðbrögð stjórnvalda þarlendis undanfarnar vikur bæði hafa verið traustvekjandi, samkvæmar, skjótar og virkar - þó að auðvitað eigi það eftir að koma betur í ljós með tímanum en markaðir hafa þegar brugðist vel við.

 

Forsetinn virðist ekki bara hafa skipað faglega sterkan seðlabankastjóra og hæfan og skjótráðan fjármálaráðherra með reynslu úr fjármálageiranum heldur tryggir bandaríska stjórnskipulagið - að þar er ekki þingræði heldur veitir hver handhafi ríkisvaldsins (dómsvalds, framkvæmdarvalds og löggjafarvalds) hinum nokkuð aðhald - að fólk neyðist til að hlusta, tala saman og ná samkomulagi.

 

Síðast en ekki síst finnst mér þessi viðbót góð fyrir neytendur, þ.e. að ekki er aðeins hugsað um kerfið og hluthafa:

 

Nýja tillagan mun aðstoða fasteignareigendur, koma taumhaldi á launa til stjórnenda fyrirtækja sem leita hjálpar og tryggja yfirsýn yfir framkvæmdir fjármálaráðuneytisins.


mbl.is Ný útfærsla björgunarpakkans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband