Matadorpeningar; spilinu lokið?

Undanfarið hafa þeir sem vita betur og valdið hafa (eða eiga að hafa annað hvort eða bæði), beint eða óbeint, verið að staðfesta með orðum og gerðum það sem mér hefur fundist alllengi. Mér hefur fundist eins og ég sé í Matadorspili. Vandinn við spilið, sem ég haft svo gaman af, er að það sem maður kaupir og á af peningum í Matador virkar ekkert utan leiksins.

 

Verra er að undanfarið hefur mér ekki liðið eins og ég sé spilari; ég er bílinn! Einhverjir aðrir kasta teningunum.

 

Betra er hins vegar að þessir ofangreindu - þeir sem vita og ráða - eru ekki bara búnir að átta sig á þessu; ég sé á veffréttum (ekki véfréttum) og umfjöllun og öðrum teiknum undanfarna sólarhringa að þeir (og sem betur fer í einhverjum tilvikum þær) ætla að gera eitthvað í þessu. Mótleikarinn er mættur. Ég vona að launafólk og neytendur fái innan tíðar að spila með - en verði ekki bara leiksoppar. 


mbl.is FME rannsakar árásir á krónuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.