Gerendur, masendur, fylgjendur og kjósendur

Í tengslum við áhugaverða umræðu - bæði stjórnmálalega og orðfræðilega - sem speglast á Eyjunni og víðar, um hvort stjórnmálamenn eru í hópnum (1) gerendur eða (2) masarar tel ég að ekki megi gleymast að auk þessara 2ja - að mínu mati mikilvægu - hópa eru tveir aðrir hópar í samfélaginu sem e.t.v. er vert að gefa meiri gaum en skilsmun á milli þeirra stjórnmálamanna sem gera og tala.

 

Til eru þeir (3) sem aðeins fylgjast með - og tala hvorki né gera. Loks eru þeir - vonandi ekki meiri hluti kjósenda - (4) sem fylgjast ekki einu sinni með - sem fólk á að vísu fullt í fangi með á þessum tímum bloggsins! Ég vil gjarnan að hópur neytenda sem er gerendur stækki því þá er valdið þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband