Síðbúin lagfæring á sértækum úrræðum dugir ekki til

ASÍ leggur þarna aðeins til lagfæringar á sértækum úrræðum á borð við greiðsluaðlögun. Það dugir ekki til að mínu mati - þó að þetta virðist brýnar lagfæringar eins langt og þær ná. Almennar aðgerðir þarf til að mínum dómi.

 

Þó að ASÍ hafi ekki kynnt þessar tillögur fyrir mér sýnist mér á fréttum að þetta séu í sjálfu sér brýnar og góðar tillögur um lagfæringar á gölluðum lögum um greiðsluaðlögun. Eins og ég nefndi á fundi okkar, sem stóðum að ákalli um almennar aðgerðir  11. febrúar og 11. september sl., með forystu ASÍ í síðustu viku getum við sjálfsagt öll skrifað undir þessar tillögur ASÍ.

 

Eins og ég benti á í

sem loks komu fram eftir allsherjarefnahagshrun er þar um að ræða gölluð lög og auk þess sértækt úrræði - sem ekki dugir til eftir forsendubrest sem varð á verðtryggðum og einkum gengistryggðum lánum við endurtekið gengishrun og verðbólguaukningu í kjölfarið.

 

Ég verð því líklega að halda mínu striki ef ekki kemur annað og meira til.


mbl.is Mæta vanda 10.000 fjölskyldna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Svan Sigurðsson

Gísli, afhverju er ekki verið að berjast fyrir því að hér verði gjaldþrotalögum einstaklinga og fyrningarfrestur krafna breytt? Ert þú eitthvað að vinna í því? Það hlýtur að vera neytenda mál og algjört mannréttindamál að hér sé ekki hægt að endurnýja fyrningarfret krafna endalaust. Gjaldþrota einstaklingur verður að fá tækifæri á því að byrja uppá nýtt. Fyrningarfrestur á kröfum er 4 ár.....því er ekki búið að koma í veg fyrir það að hægt sé að rjúfa þennan fyrningartíma og byrja nýjan aftur og aftur og aftur? Afhverju þurfa þeir sem verða gjaldþrota að vera gjaldþrota í 10 ár......en eru samt ekki laus við skuldirnar? Hverskonar þjóðfélag búum við eiginlega í?

Jón Svan Sigurðsson, 24.9.2009 kl. 09:34

2 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Þetta er auðvitað enganveginn nóg og aðeins til þess fallið að reyna að friða fólk, í greiðsluaðlögun er t.d. áætlaður kostnaður heimilanna verulega vanmetinn, dæmi eru um að þegar menn hafi spurt á hverju þeir eigi eiginlega að lifa þá hafi þeir fengið það svar ( hjá ráðgjafastofu heimilanna nota bene ) að þeir verði bara að láta svörtu tekjurnar duga.

Annað sem er í gangi núna eru aukin mótmæli kröfuhafa t.d. bankanna sem eru í miklum mæli farnir að mæta og mótmæla tillögum sem lagðar eru fyrir dómara. Þetta gerir það að verkum að fólk getur ekki lifað á þvi sem þeir eiga að nota til almennrar neyslu og rekstrar heimiisins.

Steinar Immanúel Sörensson, 24.9.2009 kl. 10:07

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gott að þú haldir málinu vel vakandi, ekki veitir af

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.9.2009 kl. 16:15

4 Smámynd: Gísli Tryggvason

Takk fyrir undirtektirnar Hólmfríður og Steinar Immanúel, og ábendinguna í lokin, Steinar Immanúel. Já, Jón Svan; vegna ábendingar þinnar og fyrirspurnar get ég upplýst að ég benti viðskiptaráðuneytinu á þetta fyrir tæpum þremur árum og áréttaði gagnvart viðskiptanefnd Alþingis að gefnu tilefni ári síðar; sjá hér:

  • Tengill á frétt um fyrningu kröfuréttinda:
    http://talsmadur.is/Pages/55?NewsID=705

    Svohljóðandi er fyrirsögn og útdráttur hennar
    "22. nóv. 2007
    Er eðlilegt að fjárkröfu á hendur neytanda sé viðhaldið endalaust?
    Talsmaður neytenda telur heildarendurskoðun 100 ára gamalla fyrningarlaga til bóta fyrir
    neytendur en efast m.a. um réttmæti þess að halda megi við kröfu endalaust."

    Þar eru svo tenglar á þessar umsagnir um málið: 
     
  • Fyrst umsögn frá 11. október 2006 drög ráðuneytis:
    http://talsmadur.is/Pages/274?NewsID=38:

    "Ef svo er ekki legg ég til að ráðuneytið íhugi – t.d. í samráði við Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna – að takmarka hvort, við hvaða skilyrði eða hversu oft kröfuhafi getur slitið fyrningu kröfu og þannig – fræðilega séð – haldið henni endalaust í gildi án takmarkana. "

     
  • Svo umsögn frá 21. nóvember 2007 um frumvarpið sem Alþingi samþykkti:
    http://www.tn.is/pages/301/NewsID/704:

    "Ég tel eðlilegt að viðskiptanefnd íhugi að fjárkröfur á hendur neytendum hafi endanlegan gildistíma í þeim skilningi að lög um fyrningu kröfuréttinda leggi bönd á það við hvaða skilyrði eða hversu oft kröfuhafi getur endurnýjað kröfu með því að slíta fyrningu kröfu að nýju.“

Gísli Tryggvason, 24.9.2009 kl. 18:28

5 Smámynd: Jón Svan Sigurðsson

Sæll Gísli. Þakka þér fyrir þetta svar. Ég hreinlega vissi þetta ekki að þú hafir reynt að fá Alþingi til að endurskoða þessi lög. Gott mál. Ég vona að þú haldir þessari barráttu áfram af fullum krafti og núna er einmitt rétti tíminn til að pressa á þessar breytingar aftur. Þeir hafa engar afsakanir fyrir því að breyta ekki þessu hrópandi óréttlæti strax. Hugsaðu þér bara hvernig efnahagskerfið og endurreissnin verði hérna á íslandi þegar 20-30 þús manns geta ekki tekið þátt í kerfinu og þurfa að fara neðanjarðar. Þetta mun dýpka kreppuna og hér mun verða risastórt neðanjarðarhagkerfi. Þetta hljóta allir að sjá. Það stefnir í að 30 þús manns verði komin á vanskilaskrá innan fárra mánuða. Vonandi gefast stjórnvöld upp á þessum sértækum aðgerðum þar sem fólk er hneppt í skuldafangelsi svo árum og áratugum skiptir. Fólkið í landinu mun ekki sætta sig við þetta. Hagsmunasamtök Heimilana eru að krefjast breytinga á þessum siðlausu fyrningar málum og saman myndið þitt sterkt bandalag. Gangi þér vel og þakka þér fyrir að berjast fyrir þessum löngu tímabærum breytingum. Bara ekki hætta að pressa á þetta. Kveðja, Jón Svan

Jón Svan Sigurðsson, 25.9.2009 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.