Hagsmunir neytenda krefjast rannsóknar

Þegar fram eru komnar ásakanir um bein framlög til frambjóðenda persónulega frá samsteypu fyrirtækja á neytendamarkaði er málið komið á annað og alvarlegra stig en þegar fyrirtæki eða samsteypur styrkja flokka sem sumir munu a.m.k. hafa haft það verklag að kjörnir fulltrúar kæmu ekki nærri styrkbeiðnum eða móttöku styrkja!

 

Þegar svo er komið tel ég að hagsmunir neytenda krefjist þess að rannsókn fari fram.

 

Í fljótu bragði verður hvorki séð að allar þessar ásakanir falli undir markmið rannsóknar Rannsóknarnefndar Alþingis samkvæmt lögum um hana né lögreglu enda vart um að ræða ásakanir um refsivert athæfi. Annars konar rannsókn þarf þá að mínu mati að fara fram - ekki aðeins vegna hagsmuna neytenda heldur einnig vegna þeirra, sem bornir eru sökum um að hafa tekið við slíkum styrkjum, og þeirra lögaðila og stjórnenda, sem taldir eru hafa innt þá af hendi.

 

Öðru máli gegnir um eftirfarandi staðhæfingu í lok endursagnar fréttar mbl.is sem kann að falla undir rannsóknarsvið Rannsóknarnefndar Alþingis:

 

Stöð 2 sagðist einnig hafa heimildir fyrir því að margir stjórnmálamenn, jafnvel ráðherrar í ríkisstjórn Íslands, aðilar tengdir þeim og forsvarsmenn lífeyrissjóða, hafi fengið óeðlilega fyrirgreiðslu hjá gömlu viðskiptabönkunum fyrir bankahrunið í haust. Stöð 2 sagði að í sumum tilvikum hefði verið um að ræða tugmilljóna króna lán til þess að kaupa hlutabréf, meðal annars í bönkunum sjálfum, án þess að lögð væru fram nein veð.


mbl.is Háir styrkir frá Baugi og FL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Sammála Gísli. Mjög margir neytendur eru líka kjósendur, neytendur atkvæðisréttar í "lýðræðislegum" kosningum. Hversu lýðræðislegar hafa þær verið í raun, t.d. frá aldamótum ef það er tilfellið að einstakir frambjóðendur hafa í krafti fjármagns komið sér betur á framfæri en aðrir. Því miður er of stuttur tími til kosninga svo þetta verði upplýst að fullu - því miður.

Guðmundur St Ragnarsson, 21.4.2009 kl. 23:51

2 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

"kann að falla undir rannsóknarsvið Rannsóknarnefndar Alþingis! ??

Hver veit þetta fyrir víst ef ekki umboðsmaður neytenda? Hver ætlar að koma málinu áfram? 

Margrét Sigurðardóttir, 22.4.2009 kl. 04:32

3 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Enn og aftur hjartanlega sammála þínum málflutningi.  Mér finnst AUGLJÓST að okkar alþingismenn & stjórnmálaflokkar hafa í langan tíma verið að "spila með vitlausu liði" - hagsmunir ÞJÓÐARINNAR hafa verið afgangstærð, og í staðinn fengu auðmenn (óreiðumenn) að frítt spil hérlendis - það spil varð fljótt að apaspili, enda er þetta land okkar í raun & veru bara "apapláneta..".

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 22.4.2009 kl. 12:32

4 Smámynd: ibh

Spáir enginn í það hvers konar fréttamennska þetta var hjá stöð 2 í gær?

Fyrst er talað um fyrirgreiðslur þar sem alir stjórnmálamenn eru settir undir grun, allt óstaðfest og ánæfngreint rétt fyrir kosningar. Eftir það kom frétt um styrki til prófkjara þar sem auðvitað nöfn sjálfstæðismanna voru látin fá mestu vigtina.  Fréttin endaði svo á sætri fyrirtækjaheimsókn VG, Samfó og Framsóknar þar sem fréttamaður útskýrði vel stefnumál flokkanna og leiðrétti allan hugsanlegan misskilning.

Hvar er spillingin? hver er tilgagnur með svona fréttaflutningi rétt fyrir kosningar annar en sá að augljóslega hafa áhrif á kjósendur? Er það hlutverk fréttastjóra?  Þarf Óskar ekki að fara að hugsa sinn gang, menn eiga að taka sér frí ef þeir geta ekki haldið fagmennsku í svona starfi.

ibh, 22.4.2009 kl. 13:27

5 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Ég hefði haldið að Rannsóknarnefnd alþingis ætti að koma að þessum málum svo fremi sem þetta hafi eitthvað með bankahrunið að ræða eða hrun á fjármálakerfinu. Þetta hlýtur allt að tengjast með einum eða öðrum hætti. Að þiggja svo háa styrki, og finnast ekkert athugavert við það, getur varla talist annað en siðferðisbrestur í íslenskum stjórnmálum.

Jón Baldur Lorange, 22.4.2009 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband