"Líklega var maður að ofmeta mikilvægi einstaklingsins" og "við ofmátum virkni markaðarins"

Ég er sammála félaga Bjarna um þetta mat í Kastljósinu í gærkvöldi í kjölfar endurgreiðslu sem er sennilega fordæmalaus hérlendis - en byggist þó væntanlega öðrum þræði á gildandi lagareglum frá 1986 um breytingu ósanngjarnra samninga eftirá og sjónarmiðum um hugsanlegar endurkröfur vegna meintrar mismununar við kaup á hlutafé. Slík endurgreiðsla er þó ekki alveg fordæmalaus ef horft er til útlanda - eins og gert var í samningum við stjórnendur fármálafyrirtækja. 

 

Ekki skal ég hér fjalla um endurgreiðslufjárhæðina en hitt er vonandi líkleg afleiðing af þessu mati - og frumkvæði - Bjarna að meira jafnvægi verði framvegis milli hagsmuna þeirra sem eiga hlut að máli við rekstur og afkomu fyrirtækja, viðgang þjóðfélags og uppbyggingu samfélags, þ.e.a.s. (auk samfélagsins sjálfs):

  • hluthafa,
  • starfsmanna,
  • stjórnenda og
  • neytenda.

 

Síðastnefndi hópurinn - neytendur - gleymdist of lengi og víða (og gleymdi sér jafnvel sjálfur) í góðærinu svonefnda eins og sjá má af öðrum upphafsorðum Bjarna Ármannssonar:

 

Fjárhæðirnar sem slíkar urðu of háar.


mbl.is Endurgreiddi 370 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Eitthvað rámar mig í að Davíð Sceving Thorsteinssona þáverandi forstjóri Sólar hf. hafi afsalað sér umsömdum eftirlaunarétti eftir að fyrirtækið hafði tapað það miklu fé á tilraun til vatnsútflutnings að það varð að leita nýrra kaupanda af því. Það að aflétta þessum eftirlaunaskuldbindingum fyrirtækisins við hann hefur væntanlega haft einhver áhrif á söluverð þess þó ekki sé víst að þar hafi miklu munað. Þó er ljóst að með þessu tók hann á sig ábygðina á tapinu á þessari tilraun til vatnsútflutings.

Í þessu dæmi er væntanlega ekki um nálægt því sömu upphæðir að ræða og hjá Bjarna en eigi að síður ákveðið fordæmi í sömu átt.

Sigurður M Grétarsson, 6.1.2009 kl. 09:51

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sól HF hét Smörlíki Hf á undan. Davíð framleiddi og sal smjörlíki, jurtaolíu og palmín, nákvæmlega sáma varan. Svo setti hann up heildsölu á barnamat.

Hann var ekki að selja vatn, heldur fullbúnar verksmiðjur vildu þeir fá, og Davíð Scefing, klúðraði stórum samningi.

Norðmenn fengu hann. Maður rífur ekki kjaft við margfalda billjónra í dollurum og ætlar að gera viðskipti samtímis.

Þess vegna fór Sól HF næstum á hausinn. þetta voru ca. 18 milljónir sem fóru út í buskan. Þykir sjálfsagt ekki mikið nú til dags.

Davíð Sceving er ekki ríkur í dag. Enn hann er allaf stálheiðarlegur. Ber mikla virðingu fyrir þessum manni.

Óskar Arnórsson, 6.1.2009 kl. 13:22

3 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það vefst svolítið fyrir manni að ná utan um þær upphæðir sem um ræðir í tengslum við greiðslur til stjórnenda í fjármálafyrirtækjum. Trúlega er maður svo upptekinn að því að setja sjálfan sig í þeirra spor og velta fyrir sér hve mikið væri nóg í eigin tilviki. Fólk sem er með fimm milljónir í laun á ári skilur ekki að nokkur maður þurfi að hafa fjórfalda þá upphæð á mánuði!

Í umfjöllun fræðibóka um fjármál fyrirtækja er gjarnan talað um það markmið í rekstri fyrirtækja að hámarka afrakstur hluthafanna (maximizing stockholder value) og maður veltir því fyrir sér hvort að því hafi verið hugað í bönkunum. Eru ekki hlutabréfin verðlaus með öllu?

Reyndar finnst mér að framangreind hugmynd skoði málið allt of þröngt og án samhengis. Athugasemd þín um hið margbrotna samhengi milli hluthafa, starfsmanna, stjórnenda og neytenda þykir mér líkleg til að leiða að þeirri niðurstöðu að markmið með rekstri fyrirtækja sé að hámarka afrakstur hagsmunaaðila (maximizing stakeholder value). Þá erum við farin að tala um mæla ávinninginn af rekstri fyrirtækja í krónum og aurum til hluthafa OG margvíslegum ávinningi til samfélagsins.

Flosi Kristjánsson, 6.1.2009 kl. 15:41

4 Smámynd: Gísli Tryggvason

Takk Sigurður og Óskar fyrir ábendingu um hugsanlegt fordæmi frá fyrri tíð þó um aðrar fjárhæðir og e.t.v. aðstæður sé um að ræða. Þá er ég líka sammála Flosa um að fleiri hagsmunaaðila eigi að taka með í dæmið en hluthafa - enda hef ég lengi unnið fyrir hina hagsmunahópana tvo, launafólk og neytendur, og hámarka virði fyrir allra þessa hagsmunaaðila (e. stakeholders) og samfélagið allt - sem stundum er sett fram undir markmiði um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja.

Gísli Tryggvason, 6.1.2009 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.