Gott val - og gleðilegt ár

Þetta er gott val - sem ég get tekið heils hugar undir miðað við það sem ég hef séð til Harðar Torfasonar undanfarið, og reyndar bæði fyrr og síðar. Þau litlu en góðu kynni sem ég haf haft af Herði staðfesta þetta mat. Ég er ánægður með dómgreind þeirra sem völdu Hörð og ekki hissa á vali í fyrsta sætið - nema kannski að aðeins fimmtungur hafi valið Hörð sem mann ársins:

 

Hörður Torfason hefur verið valinn maður ársins á Rás 2 með 20% atkvæða. Hörður fór mikinn seinnipart ársins en hann sá um að skipuleggja vikuleg mótmæli á Austurvelli í haust. 

 

Lesendum neytendabloggsins og neytendum og samstarfsaðilum öllum óska ég farsælla ári.


mbl.is Hörður Torfason maður ársins á Rás 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sammála þér, Hörður Torfa kom sterkur inn. Persónulega hefði ég valið Jóhönnu Sigurðardóttur, sem hefur staðið sig LANGBEST af íslenskum stjórnmálamönnum á undangengnum árum.

Gleðilegt ár og takk fyrir fróðlegt spjall á undanförnu ári.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 1.1.2009 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband