Skyldi Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn vita að...?

Yfir okkur rignir undrunarorðum síðan í morgun - eins og áður bárust margar viðvaranir - frá haglærðu fólki um að stýrivaxtahækkun sé ekki rétta leiðin hér og nú (miðað við framboð á netfréttum um það nú ætti að vera óþarfi að tengja við þær allar - eins og ég er annars vanur).

 

Samt voru svonefndir stýrivextir hækkaðir um helming - já um 50% (úr 12% í 18%) - í morgun með lítt duldum skilaboðum aðalbankastjóra um að ákvörðunin væri í raun ekki hans eða bankastjórnarinnar - heldur Alþjóða gjaldeyrissjóðsins (International Monetary Fund, IMF) eftir drög að samningi við ríkisstjórnina. Að svo stöddu fjalla ég ekki um lagaatriði í sambandi við það mál.

 

Það er ekki mitt sérsvið (og jafnvel ekki mitt hlutverk) að benda á að 18% stýrivextir þýða að þeir sem vilja koma á fót eða endurnýja atvinnurekstur - með áhættufé - þurfa að bjóða mjög vel yfir 20% vexti til að keppa við þessa öruggu ávöxtun fjár; allir vita að niðurstaðan flýtir fyrir fjöldaatvinnuleysi og eykur það.

 

Það kann hins vegar að vera innan minnar lögsögu að árétta það sem jafnvel hagfræðingar og bankastjórnendur hafa viðurkennt undanfarin misseri að "stýrivextir" eru rangnefni þegar stór hluti lánahagkerfisins - bæði neytenda og fyrirtækja - er ýmist

  • í erlendri mynt eða
  • í reiknieiningu, sem er reyndar óviss stærð - og gæti kallast "verðtryggð íslensk króna."  

 

Hækkunin þýðir að þessi hrossalækning kann samkvæmt framangreindu að virka óbeint - en bara til þess að deyða sjúklinginn, íslenskt efnahagslíf, en ekki til þess að lækna hann. Stýrivextir virka ekki hérlendis eins og ljóst má vera eftir margra ára vaxtapíningu - sem ég hefði haldið að IMF hefði haft tækifæri til þess að kynna sér. Þess vegna láðist mér að biðja um fund með fulltrúum IMF um daginn er þeir funduðu í Borgartúni.

 

Á hinn bóginn er það mitt hlutverk að bregðast við áhrifum þessarar hrossalækningar á neytendur, svo sem í formi:

  • enn hærri dráttarvaxta við vanskil,
  • gervihækkun gengis íslensku krónunnar sem hefur haldið við viðskiptahalla árum saman og
  • hærra vöruverðs vegna aukins (skammtíma)fjármagnskostnaðar.

mbl.is Vaxtahækkun jók bankakreppuna í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Góða kvöldið Gísli

Þetta lítur ekki vel út almenningur hefur tapað allri tiltrú á forustumönnum landsins og neistinn að búa á landinu er að slökkna.

Þeir sem yfirgefa ekki landið óttast ég að reyni að sniðganga eins og hver getur skyldu sína til ríkisins.

Með fallandi ál og fiskverði mun gengið síga með.

Til að almenningur öðlist tiltrú á landinu okkar aftur þarf að lofa kosningum eins fljót og auðið er.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 28.10.2008 kl. 20:29

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það sem mér fannst einnig uggvænlegt við tölu Davíðs að í fyrirspurnahluta segir hann skýrt að þetta séu ekki einu inngrip IMF, heldur hafi hann einnig með fjárlagagerð hins háa alþingis að gera.´Mér misheyrðist ekki en ég vona að ég sé að misskilja.

Slík hækkun var viðbúin og er svona standard issue hjá IMF, sem gefur skít í handfasta gjldeyrisöflun, iðnað og manneskjur yfirleitt. Hitt stendur enn sem spurning: "Hver eru skilyrði IMF burt séð frá þessu fyrirsjáanlega atriði? Því er enn ekki svarað.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.10.2008 kl. 21:26

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annað sem Davíð sagði var að þetta væri ekki ákvörðun hans heldur sjóðsins. Hefur IMF nú ákvarðanavald? Mér sýnist að lögjafa og framkvæmdavald sé með þeirra yfirsýn. Hvað er þá eftir?  Getur einhver skýrt þessa ótrúlegu hringavitleysu fyrir mér? Er verið að undirbúa jarðveginn fyrir útsölu á gæðum landsins? Erum við loksins búin að missa tökin á sjálfsákvörðunarrétti okkar og sjálfstæði?

Ég er alveg dolfallinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.10.2008 kl. 21:30

4 identicon

Tryggvi,   þú rúlar

Brúnkolla (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 21:38

5 Smámynd: Sævar Einarsson

Sjáum aðeins út fyrir landssteinana, það fer að skella á sumum löndum brotsjór líkt og reið yfir Ísland. Hvað gerðu Færeyingar ? þeir bjóðast til að lána Íslandi 300 milljónir danskra króna og það vaxta laust ! og það er gríðarlega mikið miðað við hvað þeir eru fáir, maður er djúpt snortinn yfir velvild Færeyja, ég vildi að Færeyjar, Ísland og Grænland sameinist, sökum þess hvað við erum fá á þessum svæðum þá væri tilvalið að skoða þetta aðeins betur, það búa tæplega 60.000 mans á Grænlandi og það búa 48.500 mans í Færeyjum, afhverju ekki að sameina þessi lönd ? við eigum svo margt sameiginlegt í fiskveiðum tildæmis og mörgu öðru.

Sævar Einarsson, 29.10.2008 kl. 01:43

6 Smámynd: Anna

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn er að byðja okkur um að hækka vexti? En sá banki er eingöngu að lána okkur 200 hundruð milljónir sem ein 3 af skuldum landsins. Og lánið er tekið á hvað háum vöxtum???  Ættum við ekki að vera að leita á náðir annarra ríkja t.d. til Japans? Íslands vinir vegna hval viðskipta.

Anna , 29.10.2008 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband