Ekki óbeinar auglýsingar hjá mér

Ég hef lengi - jafnvel áður en ég var skipaður talsmaður neytenda - verið viðkvæmur fyrir því að vera (jafnvel fyrir mistök) talinn auglýsa - óbeint - tiltekin fyrirtæki; kannski er þessi viðkvæmni mín "ættuð" frá því að ágætur iðnaðarmaður, sem ég vann með á unglingsárum, gerði grín að mér fyrir að eyða meira en dagskaupi í ómerkilegan bol - sem auk þess bar áletrun sem var ekkert annað en auglýsing fyrir eitthvert tískumerki. 

 

Þessi viðkvæmni mín fékk spauglegar afleiðingar í fyrra - í báðum tilvikum í ágúst.

 

Í öðru tilvikinu - sem ég á meðfylgjandi mynd við - var ég á leið á Austurvöll eftir hátíðarhöld samkynhneigðra enda gott veður og ég barnlaus þá helgi og hafði ekkert betra að gera en að njóta lífsins í góðviðrinu þann dag - en missti reyndar af göngunni sjálfri enda var ég óvenju seinn og bíllaus og vildi koma við í sundi. Ég átti, að því er virðist, aðeins einn hreinan bol og hann var merktur fjármálafyrirtæki sem ég var í viðskiptum við á háskólaárunum. Ég taldi mig ekki geta verið þekktur fyrir það, sem talsmaður neytenda, að mæta í bol merktum fyrirtækinu eftir sundið. Því var mitt fyrsta verk í miðborginni þennan sólríka dag að fara í verslun og kaupa næsta tiltækan bol þar - rúnum skrýddan eins og sést kannski á myndinni undir gay-hálsbandinu sem vinkona mín hengdi á mig.

 

Hitt atvikið get ég kannski upplýst um síðar ef finn myndefni við það.DSC05171


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerður

Ásgerður , 11.8.2008 kl. 08:30

2 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

og thad spaugilega ???

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 11.8.2008 kl. 20:58

3 Smámynd: Gísli Tryggvason

Já; ég sé það núna að þetta er kannski ekkert fyndið. Best ég breyti flokkskráningu á þessari lélegu dæmisögu.

Gísli Tryggvason, 11.8.2008 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband