Er það bara ég sem fagna...

... 105 ára afmæli heimastjórnar - sem ber (væntanlega fyrir hreina tilviljun) upp á nákvæmlega sama dag og þann merka viðburð að í fyrsta skipti er kona skipuð forsætisráðherra? Vonbrigðum veldur þó orðalag í verkefnaskrá um stjórnlagaþing. Um þetta atriði fjalla ég í viðtali sem Ólína Þorvarðardóttir tók við mig sl. föstudag og britist á sjónvarpsstöðinni ÍNN annað kvöld, mánudag, kl. 21:30.

 

Eins og ég nefndi í fyrri færslu minni í gær í tilefni af þessari afmælisstjórn marka hvor tveggja stjórnarskiptin - 1. febrúar 1904 og 2009 - tímamót í stjórnskipunar- og stjórnmálaþróun því að þessi minnihlutastjórn er aðeins sú fjórða á lýðveldistímanum; um leið virðist hún lofa að verða við skilyrði Framsóknarflokksins fyrir því að verja stjórnina fyrir vantrausti og kröfu þjóðarinnar um "nýtt lýðveldi. Orðalagið er svona:

 

Lög verða sett um skipan og verkefni stjórnlagaþings.

 

En eins og ég rakti í síðari færslu minni í gær og grasrótarhópurinn www.nyttlydveldi.is hefur safnað tæpum 7.000 undirskriftum fyrir á rúmri viku felst í stjórnlagaþingi að

 

þjóðkjörnu stjórnlagaþingi er með sérstakri stjórnarskrárbreytingu falið umboð til þess að endurskrifa stjórnarskrána frá grunni - og bera svo undir þjóðina í allsherjaratkvæðagreiðslu.

 

Rétt er að leiðrétta algengan misskilning; stjórnlagaþing er ekki hægt að boða með 

  • lögum,
  • þingsályktun eða
  • erindisbréfi ráðherra eða þvíumlíkt. 

 

Þetta telst því vonandi misritun í verkefnalistanum að setja eigi (almenn) lög um stjórnlagaþing - enda er verkefninu þá teflt í tvísýnu eins og rökstutt var í gær.

 

Hitt er einnig vafasamt að mínu mati að skilgreina fyrirfram hvaða verkefni stjórnlagaþing eigi að hafa - og hver ekki - enda virðist víðtæk krafa um endurskoðun stjórnarskrárinnar frá grunni og í heild.


mbl.is Slá skjaldborg um heimilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Er þetta virkilega það sem við þurfum á að halda í dag? Hvernig hjálpar þetta fyrirtækjum landsins? Hvernig hjálpar þetta fjölskyldunum sem geta ekki borgað reikninganna?

TómasHa, 2.2.2009 kl. 00:25

2 Smámynd: Gísli Tryggvason

Nei, ekki í dag en kannski næsta vetur til að leggja betri grunn að stjórnskipun og lýðræði næstu áratugi og jafnvel aldir enda virðast margir óánægðir með það - óháð efnahagshruninu sem við náum okkur vonandi af á nokkrum árum.

Gísli Tryggvason, 2.2.2009 kl. 00:30

3 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Þú afsakar. En stjórnarráð Íslands varð 90 ára sl. 1. des. þessi 15 ár eru tekin að láni frá fimm íslenskum ráðherrum sem sátu í ríkisstjórn Danmerkur og Íslands. Fyrsti íslenski forsetiráðherran var Jón Magnússon en hann sat líka í dönsk/íslensku ríkisstjórnini frá 1917 en varð forsetisráðherra íslands 1918.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 2.2.2009 kl. 15:16

4 Smámynd: Gísli Tryggvason

Sæll aftur Kristján Sigurður. Ég var að fagna 105 ára afmæli heimastjórnar (og þingræðisreglunnar) en minntist ekki á afmæli Stjórnarráðsins; Stjórnarráðið er í raun nafn á skrifstofum ráðherra, sem frá 1917 telst samheiti yfir (þá fyrst þrjú) ráðuneytin, skrifstofur ráðherra. Ég man nú ekki í svipinn hvort skrifstofa ráðherra Íslands frá 1904 - 1917 var nefnd Stjórnarráð - en mig minnir það þó og þá er það jafn gamalt heiti en annars er það væntanlega 92 ára í ár. Ég held að Jón Magnússon hafi talist forsætisráðherra strax frá 1917 enda þurfti landið ekki fullveldi til þess að hann hefði þann titil.

Gísli Tryggvason, 3.2.2009 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.