Hæpin ákvörðun sýslumanns

Meðal stefnumála Hagsmunasamtaka heimilanna sem sett voru á fót fyrir helgi, mun vera að breyta lögum þannig að ekki sé hægt að gera gera hærri fjárnámskröfur en sem nemur markaðsverði húsnæðis sem stendur að veði fyrir skuld. Hvað sem þeirri róttæku hugmynd líður líst mér illa á frétt af sýslumanninum á Selfossi sem birtist undir kvöld - bæði í kvöldfréttum sjónvarps RÚV og - tvívegis - á mbl.is en þegar blogga átti um fyrri fréttina bar svo við að hún var horfin og allar bloggtengingar við hana; hvað um það.

 

Af þessu tilefni er rétt að fara yfir aðrar reglur stjórnsýsluréttar en þá sem sýslumaður byggir formlegar valdheimildir sínar á en það er regla í svonefndum lögum um aðför - sem virðist nú vera réttnefni; lögin eru 20 ára gömul í ár og þar er svohljóðandi reglu að finna um þá aðstöðu að ekki næst í skuldara eða einhvern sem getur svarað fyrir hann með góðu:

 

Meðal annars er lögreglu í þessu skyni skylt að boði sýslumanns að leita [skuldara] og boða hann til að mæta til gerðarinnar eða færa hann til hennar.

 

Af þessu tilefni tel ég nauðsynlegt að minna á að sýslumaður er við ákvörðun um beitingu slíkra valdheimilda bundinn af

  • jafnræðisreglu stjórnsýslulaga en samkvæmt henni er vart rétt að eitt umdæmi taki skyndilega upp allt aðra stefnu en hinir u.þ.b. 20 sýslumenn landsins við innheimtu,
  • meðalhófsreglu stjórnsýslulaga um að önnur og vægari úrræði dugi örugglega ekki til þess að ná sama tilgangi og
  • óskrárðri reglu stjórnsýsluréttar um skyldubundið mat.

 

Síðastnefnda reglan felur í sér að hæpið er að ákveða í eitt skipti fyrir öll - nær 400 tilvik samkvæmt fréttum - að beita þessu úrræði; meta ber hvert tilvik fyrir sig.


mbl.is Hátt í 400 handtökuskipanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Góð ábending, Gísli.  Mig langar líka að benda á, að í fátæklegum aðgerðum stjórnvalda til að vernda hag heimilanna, þá er sérstaklega tekið fram að svona eigi ekki að gera.  Það á að sýna fólki biðlund og slaka á innheimtukröfum.

Marinó G. Njálsson, 20.1.2009 kl. 00:12

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er gott og blessað að sýslumenn og lögreglan fari að lögum, en er ekki um allmikla oftúlkun að ræða hjá þessu tiltekna embætti. Sérstaklega í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru á Íslandi.  Er ekki ástæða til að Hagsmunasamtök heimilanna láti heyra frá sér um þetta mál.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.1.2009 kl. 00:30

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þetta framlag Sýslumannsins fyrir austan er mjög ósmekklegt í ljósi ástandsins. Hef á tilfinningunni að athyglisþörf sýslumannsins sé heldur meiri en manna almennt.  

Sigurður Þorsteinsson, 20.1.2009 kl. 07:08

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hólmfríður, kröfur Hagsmunasamtaka heimilanna eru:

  • Lagabreytinga til að verja heimilin í þessu efnahagsástandi, jafna áhættu milli lánveitenda og lántakenda og veð takmarkist við þá eign sem sett er að veði.
  • Almennra leiðréttinga á íbúðalánum heimilanna, bæði í íslenskri og erlendri mynt. Bent er á að lenging lána leysir ekki vandann heldur frestar honum og lengir því aðeins í hengingarólinni.
  • Skilyrðislausrar stöðvunar fjárnáma og uppboða á íbúðarhúsnæði einstaklinga þar til ofangreindar kröfur hafa verið uppfylltar. 
Þetta kemur fram í ályktun samtakanna sem sjá mér hér.

Marinó G. Njálsson, 20.1.2009 kl. 08:43

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Já Marinó, mikið rétt en er búið að leggja þessar kröfur fyrir stjórnvöld eða koma þeim á framfæri í fjölmiðlum. Hlutirnir gerast svo hratt núna að það er vart hægt að fylgjst með öllu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.1.2009 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband