Fyrirtæki = bílar; afar gagnleg en (stundum stór) hættuleg tæki - sem þurfa öflugt eftirlit og ríka ábyrgð

Í umræðu um það hvort vegagerðinni eða ökumanninum sé um slysið að kenna virðist felast séríslenskur vandi - að það sé alltaf annað hvort, eða; svart eða hvítt. Þó að ég hafi ávallt verið lítið fyrir hraðakstur og vitaskuld á móti akstri með skerta dómgreind og öðrum glæfraakstri vil ég nota tækifærið og árétta nokkuð sem ég benti á í jólakveðju hins nýstofnaða embættis talsmanns neytenda fyrir þremur árum og í upphafi kennslu í neytendamarkaðsrétti nú í haust, eitthvað á þessa leið:

 

Eigendur og umráðamenn vélknúinna ökutækja hafa lengst af í um hundrað ára sögu þeirra samkvæmt norrænni löggjöf borið sérstaka og ríkari ábyrgð að lögum, t.a.m. gagnvart hjólandi og gangandi vegfarendum, svo og farþegum. Sú löggjöf felur ekki í sér að að bílar og sambærileg farartæki (enn strangari ábyrgð gildir um lestir og flugvélar) séu slæm - þvert á móti: löggjafinn telur þessi farartæki afar gagnleg og skilvirk - svo skilvirk að þau geta verið stórhættuleg eins og dæmin sanna. (Af sömu ástæðu er samlíking bloggarans við refsivert athæfi, fíkniefnainnflutning, ekki röklegt.)

 

Í dæminu lék ég mér við að líkja fyrirtækjum (atvinnulífinu) við vélknúin ökutæki af ýmsu tagi og gangandi vegfarendum við neytendur (en miðað við reynslu úr fyrra starfi mínu í þágu launafólks má e.t.v. því starfsfólki við farþegana í dæminu). Ekki gekk ég lengra eins og að segja að við hjólreiðamenn værum eins og uppáhaldið mitt, sjálfseignarstofnanir; varð ég ekki var við annað en að samlíking mín fengi fremur dræmar undirtektir - enda kannski bara fyrir lögfræðinga að skilja og þá helst félagslega sinnaða, en þeir hafa líklega verið fáir.

 

Í athugasemdum mínum við umræðuna í gær notaði ég, sem sagt, sömu röksemd til þess að andmæla því sjónarmiði, sem bloggarinn hafði eftir Jóni Baldvin Hannibalssyni, að ekki mætti kenna veginum um; auðvitað má ekki kenna veginum einum um slysið - en hrað-, ölvunar- og annar glæfraakstur tíðkast þó að hann sé ekki leyfilegur og því þarf gott (og vitaskuld eftir efnum og ástæðum víðfemt og fjölbreytt) vegakerfi en með vegriðum - líka á milli akreina.

 

Og vegriðin mega ekki bara vera til sýnis - frekar en við notumst við pappalöggur, eða hvað?


mbl.is Hannes vísar ásökunum á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband