Ríkisstjórnin vill kveđa á um merkingu erfđabreyttra matvćla

Í samstarfsyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar segir m.a.:

 

Tryggja ađ erfđabreytt matvćli séu merkt ţannig ađ neytendum sé ljóst innihald matvćla viđ innkaup.

 

Ákvćđiđ er ađ vísu ađ finna undir fyrirsögninni "Umhverfi og auđlindir" en ţetta er ađ mínu mati töluvert hagsmunamál neytenda - ekki síst ţeirra sem telja ađ erfđabreytt matvćli séu skađleg til neyslu eđa ađ áhrifin séu a.m.k. vafa undirorpin eins og haldiđ hefur fram.

 

Viđ ţetta hef ég ekki miklu ađ bćta en vísa hér á síđustu umfjöllun um máliđ á heimasíđu talsmanns neytenda - fremur nýlegan pistli - og fréttafrásögn af ţeim pistli - frá sérfrćđingi hjá Matís og frétt um umsögn mína um fyrri áform um reglubreytingu sem ekki hafa gengiđ eftir eins og vćnst var. Eins og sjá má á ţessum tenglum hefur Ísland sérstöđu međ ţví ađ hér er engar slíkar reglur ađ finna - enn.


Vćntanleg ESB-ađild stćrsta neytendamáliđ

Ađ öđrum málum ólöstuđum er vćntanleg full ađild Íslands ađ Evrópusambandinu (ESB) - eftir 15 ára aukaađild - ótvírćtt stćrsta og ađ mínu mati eitt mikilvćgasta neytendamáliđ sem viđ neytendum á Íslandi blasir í náinni framtíđ; ég skrifa "vćntanleg" ţví ađ ađild hlýtur jú ađ vera takmarkiđ međ ađildarviđrćđum sem ríkisstjórnin mun gera tillögu um til Alţingis. Eins og ég gat um í fyrradag ađ til stćđi og byrjađi á í gćr ćtla ég smám saman ađ kynna ţau neytendamál sem er ađ finna í samstarfsyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar - bćđi berum orđum og í raun. Ađ ţessu sinni tek ég sterkt til orđa og á viđ ađ ţetta sé ekki ađeins stćrsta og mikilvćgasta neytendamáliđ í  samstarfsyfirlýsingunni - heldur yfirleitt. Ţarf ţá ekki ađ skilja hugtakiđ "neytendamál" sérlega rúmum skilningi.

 

Ţetta mat mitt gaf ég út opinberlega fyrir rúmum mánuđi ađ gefnu tilefni, ţ.e. sem svar viđ nokkrum spurningum opinberrar nefndar um áhrif mögulegrar ESB-ađildar Íslands á hagsmuni og réttindi neytenda. Eftirfarandi er útdráttur úr frétt á vef talsmanns neytenda úr svarinu sem lesa má í heild hér:

 

Talsmađur neytenda telur réttindi neytenda lítiđ breytast ţó ađ aukaađild Íslands ađ ESB yrđi ađ fullri ađild. Öđru máli gegni hins vegar um kjör neytenda, sem myndu stórbatna - sem og möguleikar íslenskra ađila til ţess ađ bćta stöđu neytenda hérlendis.

 

Mér hefur í einstaka tilvikum veriđ legiđ á hálsi fyrir ađ rökstyđja lítt í bréfinu ţessa skođun mína en ég byggi mat mitt á skýrslum, úttektum og málflutningi samtaka neytenda og launafólks undanfarin ár auk reynslu minnar af starfi í ţágu neytenda og launafólks undanfarinn rúman áratug. Úr ţví get ég bćtt í athugasemdum ef einhver efast um ţessi meginatriđi - ađ kjör neytenda stórbatni og möguleikar til ađ bćta stöđu neytenda hérlendis. Ţá hef ég veriđ gagnrýndur fyrir ađ međ ţessu svarbréfi stundi ég pólitík. Ţví er til ađ svara ađ vart hefđi veriđ hćgt ađ réttlćta synjun opinbers embćttismanns á borđ viđ talsmann neytenda á ađ svara spurningum frá stjórnskipađri nefnd um ţróun Evrópumála um mat á fagsviđi embćttisins auk ţess sem talsmađur neytenda  hefur m.a. ţađ lögákveđna hlutverk ađ standa vörđ um hagsmuni og réttindi neytenda og stuđla ađ aukinni neytendavernd; ef ég er spurđur - og ég var spurđur - er fátt ađ mínu mati betur til ţess falliđ en (full) ađild ađ ESB. Ţó ađ ekkert sé viđ ţađ ađ athuga ađ andstćđingar ESB-ađildar Íslands (og eftir atvikum efasemdarfólk) sé ósammála framangreindu mati mínu tel ég fulla ţverpólitíska sátt um ţann skilning á lögbundnu hlutverki talsmanns neytenda ađ hann hafi neytendapólitísku hlutverki ađ gegna.

 

Um ástćđur og forsendur svars míns og mats má lesa meira í  fréttinni og svarbréfinu sjálfu en eftirfarandi er eitt af ţví sem ég teldi batna til handa neytendum međ fullri ESB-ađild Íslands:

 

Réttur til eigin innflutnings neytenda mun batna

Hins vegar kveđur talsmađur neytenda líklegt ađ réttur neytenda aukist - a.m.k. í raun - hvađ varđar innflutningsverslun eins og ráđa megi af tillögu talsmanns neytenda til fjármálaráđherra frá ágúst 2008 um niđurfellingu virđisaukaskatts og tolls af sendingum ađ lágu verđmćti.


mbl.is Sigmundur Davíđ: Kom mjög á óvart
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Neytendamál á sama stađ og dómsmál

Eins og ég gat um í gćr vildi ég gera grein fyrir ţví á nćstu dögum hvernig fjallađ vćri um neytendamál í stjórnarsáttmála fyrstu meirihlutastjórnar vinstriflokka í sögu Íslands. Orđiđ "neytendamál" kemur reyndar ađeins einu sinni fyrir í Samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - grćns frambođs - en ég held reyndar ađ ţađ sé meira en segja má um fyrri plögg af ţví tagi undir hvađa nafni sem er. Auk ţess nefndi forsćtisráđherra neytendamál sérstaklega á blađamannafundinum í fyrradag í Norrćna húsinu - einmitt í ţví sambandi sem hér um rćđir, ţ.e. varđandi eftirfarandi:

 

Í nýju ráđuneyti mannréttinda og dómsmála verđur til viđbótar viđ verkefni sem fyrir eru, lögđ áhersla á verkefni á sviđi lýđ- og mannréttinda auk ţess sem öll framkvćmd almennra kosninga fćrist ţangađ, en hún er nú dreifđ á ţrjú ráđuneyti. Ţangađ fćrast ennfremur neytendamál

 

Tímasetning liggur ekki fyrir á ţessum flutningi en ráđa má af niđurlaginu hér á eftir ađ ţađ verđi fyrr en síđar.

 

Eins og ég hef víđa nefnt á undanförnum árum fer annars vegar vel á ţví ađ ađskilja neytendamál frá viđskiptamálum enda býđur ţađ upp á hagsmunaárekstur og spennu ađ hafa ţessi tvö - oft skyldu en sömuleiđis stundum andstćđu - mál á sömu hendi; sami ráđherra - og jafnvel sami skrifstofustjóri - hefur ţurft ađ vega og meta hvort vegi ţyngra hagsmunir og réttindi neytenda annars vegar og ţarfir viđskiptalífsins hins vegar. Ekki ţarf ađ fara mörgum orđum um hvort er líklegra til ađ hafa betur - og hefur ţví miđur oft haft betur hingađ til eins og dćmin sanna. Betur fer vitaskuld á ţví ađ andstćđir hagsmunir séu vegnir og metnir hvor í sínu lagi af hvoru ráđuneytinu fyrir sig og ađ mismunandi ráđherrar takist á um ţađ í ríkisstjórn eftir atvikum hver niđurstađan skuli vera. Engum dettur t.a.m. lengur í hug ađ fela sama ráđherra ađ fara međ landbúnađarmál og umhverfismál eins og kom fyrir á árum áđur og smám saman hefur t.d. eignarhald á ríkisfyrirtćkjum á borđ viđ Landsvirkjun og Íslandspóst veriđ ađ fćrast í hendur fjármálaráđherra á međan stjórn á málaflokknum - orkumálum og póstmálum - er á hendi hlutađeigandi fagráđherra.

 

Hins vegar líst mér vel á hvert til stendur ađ flytja neytendamálin - og ţađ af ţremur ástćđum. Í fyrsta lagi fer ađ mínu mati vel á ţví ađ ţađ ráđuneyti sem í flestum norrćnum ríkjum fer međ forrćđi á löggjöf á sviđi einkaréttar - svo sem á lögum um kauparétt og á öđrum grunnlögum á sviđi kröfuréttar, undanfara neytendalöggjafar - fari almennt međ yfirstjórn neytendamála. Í öđru lagi tel ég mikilvćgt - einkum ef sjálfstćtt embćtti talsmanns neytenda flyst á sama stađ og málaflokkur neytendamála almennt - ađ viđtakandi ráđuneyti hafi reynslu af ţví ađ hafa forrćđi stofnana, sem ţurfa ađ njóta ótvírćđs sjálfstćđis í störfum, eins og mannréttinda- og dómsmálaráđuneyti hefur óumdeilanlega; sem dćmi má nefna má ekki ríkja vafi um sjálfstćđi dómstóla og almenna handhöfn saksóknarvalds og jafnvel lögreglu. Loks má í ţriđja lagi nefna ađ ég tel helstu áskoranir nýrrar ríkisstjórnar í neytendamálum einmitt ekki síst felast í málefnum af sviđi réttarfars- og dómsmála eins og sjá má af niđurlagi pistils sem ég birti á heimasíđu embćttisins í fyrradag - svo sem svonefndri smámálameđferđ eins og hér kemur fram - rétt áđur en ný ríkisstjórn var kynnt og stjórnarsáttmáli var birtur:

 

Ţví tel ég brýnt ađ leggja innan tíđar til viđ nýja ríkisstjórn ađ réttarfarslögum verđi breytt fljótlega í ţá veru ađ smámálameđferđ ţar sem ágreiningur er undir einhverju tilteknu ţaki í krónum (eđa öđrum hagsmunum) verđi heimil neytendum án mikilla formsatriđa eđa annarra ţröskulda.

 

Í samstarfsyfirlýsingunni segir í niđurlagi um framhald á ráđuneytaskipan málaflokksins:

 

Fyrir lok kjörtímabilsins er gert ráđ fyrir ţví ađ lögfest verđi sameining samgöngu- og sveitarstjórnaráđuneytis og mannréttinda- og dómsmálaráđuneytis í nýju innanríkisráđuneyti. 


Akureyri höfuđstađur?

Sem Akureyringi líst mér afar vel á ađ ríkisstjórnin geri Akureyri ađ höfuđstađ landsins alls - ekki bara Norđurlands - ţó ekki sé nema í einn dag, á morgun; lengri upphefđ bćjarins bíđur víst stjórnarskrárbreytingar samkvćmt fordćmi Hćstaréttar frá desember 1998 í máli er varđađi Landmćlingar Íslands.

 

Sem lögfrćđingi, sem hefur lagt sérstaka stund á stjórnskipunarrétt, rennur mér hins vegar blóđiđ til skyldunnar ađ árétta ađ ríkisstjórnin ţarf ekki ađ bíđa eftir Alţingi til ţess ađ ákveđa - og framkvćma - tilkynntar breytingar á umsjón og framkvćmd málaflokka innan Stjórnarráđsins. Rétt eins og í öđrum stofnunum og fyrirtćkjum er ţađ taliđ ákvörđun stjórnenda (forsćtisráđherra) - en ekki hluthafa (löggjafans f.h. ţjóđarinnar) - hvernig skipt er störfum í framkvćmdarstjórninni (ríkisstjórn) og ađ ákveđa hvernig á ađ framkvćma samţykkta stefnu. Ţetta veit nýr varaformađur Samfylkingarinnar ţví ađ hann var, ef ég man rétt, forsvarsmađur Stúdentaráđs Háskóla Íslands eđa Nýsköpunarsjóđs ţegar ég fékk styrk til ţess ađ rannsaka máliđ og skilađi síđar óbirtri áfangaskýrslu og hélt fyrirlestur í lagadeild Háskóla Íslands um niđurstöđu mína sem var ţessi í stuttu máli:

 

Samkvćmt stjórnarskránni getur forsćtisráđherra međ atbeina forseta Íslands - en án afskipta löggjafans (enda ţótt Alţingi hafi lagt til ađ tiltekinn ráđherra fari međ ákveđinn málaflokk) - úrskurđađ um skiptingu starfa međ ráđherrum eins og forsćtisráđherra kýs - svo fremi sem ekki eru klofnir sundur ódeilanlegir málaflokkar.

 

Eftir skammvinnt blogghlé vegna anna mun ég á nćstunni freista ţess ađ greina frá ţeim neytendamálum sem er ađ finna í ítarlegri Samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - grćns frambođs - og eftir atvikum taka afstöđu til ţeirra. Ég óska fyrstu meirihlutavinstristjórn Íslands alls velfarnađar í vandasömum störfum sínum.


mbl.is Bođa róttćka uppstokkun ráđuneyta
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvađ leggja flokkarnir áherslu á í neytendamálum?

Líttu á vefsíđu talsmanns neytenda - www.talsmadur.is - til ađ sjá hvađ ţeir flokkar, sem bjóđa fram til alţingiskosninga á morgun og hafa ţegiđ bođ um ađ skrifa neytendapistla á vefsíđu embćttisins, leggja áherslu í málaflokki sem kann ađ ráđa úrslitum fyrir ţitt atkvćđi sem neytanda.


ESB rćđur til lykta hagsmunamati milli neytenda og framleiđenda tónlistar

Hér er enn eitt dćmi um ađ Evrópusambandiđ (ESB) er ć oftar og á sífellt fleiri sviđum sá vettvangur ţar sem hagsmunum íbúa Evrópulanda er ráđiđ til lykta. Oft á ţađ viđ - eins og í ţessu tilviki - um hagsmuni bćđi núlifandi sem ófćddra Evrópubúa, bćđi innan núverandi 27 ađildarríkja ESB og íbúa ríkja sem eiga aukaađild ađ ESB međ ađild ađ Evrópska efnahagssvćđinu (EES) eins og Íslands.

 

Ađalmunurinn fyrir neytendur, launafólk, sveitarfélög, atvinnurekendur og flesta ađra - utan tiltekinna landbúnađargreina - verđur sá ađ fulltrúar ţeirra munu eiga möguleika á áhrifum á reglur eins og ţessar; í ţessu tilviki stefnir í málamiđlun um lengingu úr 50 árum í 70 ár í stađ 95 ára eins og lýst er í fréttinni.

 

Ţarna er ţó ekki um ađ rćđa sérstakt hagsmunamál Íslendinga eins og önnur dćmi eru um. Í inngangi fréttar um mat mitt á áhrifum á ESB-ađild Íslands fyrir neytendur sagđi:

 

"[K]jör neytenda myndu stórbatna viđ ađild Íslands ađ ESB eđa fljótlega í kjölfar hennar"


Talsmađur neytenda telur réttindi neytenda lítiđ breytast ţó ađ aukaađild Íslands ađ ESB yrđi ađ fullri ađild. Öđru máli gegni hins vegar um kjör neytenda, sem myndu stórbatna - sem og möguleikar íslenskra ađila til ţess ađ bćta stöđu neytenda hérlendis.

 

Gleđilegt sumar.


mbl.is Höfundarréttur laga verđur 70 ár
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hópmálsókn myndi fćra neytendum í raun ţann rétt sem ţeir eiga ađ lögum

Ţegar (ég segi ekki "ef") Alţingi fćrir neytendum - vonandi strax í kjölfar kosninga - úrrćđi svo ađ ţeir geti í raun náđ ţeim rétti sem ţeir eiga ađ formi verđur ţađ einhver mesta réttarbót sem hér hefur orđiđ til handa neytendum.

 

Hópmálsókn myndi gera neytendum og öđrum kleift ađ höfđa dómsmál sameiginlega, ţess vegna (tug)ţúsundum saman, sem ella hefđi ekki veriđ höfđađ - ţ.e. um öll ţessi smáu og međalstóru réttarbrot sem eru öllum lögfrćđingum ljós en ekki borgar sig - hvorki fyrir neytandann, lögmanninn né ţjóđfélagiđ í heild - ađ sćkja í einstökum málum. Međan hópmálsókn er ekki fćr borga lögbrot í garđ neytenda sig og réttindi ţeirra eru í sumum tilvikum orđin tóm ţrátt fyrir ágćt úrrćđi önnur sem gerđ eru skil í Leiđakerfi neytenda.

 

Um ţetta hef ég nokkrum sinnum fjallađ áđur hér á neytendablogginu (neđst er elsta fćrslan, ársgömul, um hćsaréttardóminn sem stađfestir efnislegan rétt neytenda til skađabóta vegna olíusamráđs - en í raun ađeins til handa ţeim sem hafa haldiđ til haga kvittunum til sönnunar):


mbl.is Fćr skađabćtur vegna samráđs olíufélaga
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hagsmunir neytenda krefjast rannsóknar

Ţegar fram eru komnar ásakanir um bein framlög til frambjóđenda persónulega frá samsteypu fyrirtćkja á neytendamarkađi er máliđ komiđ á annađ og alvarlegra stig en ţegar fyrirtćki eđa samsteypur styrkja flokka sem sumir munu a.m.k. hafa haft ţađ verklag ađ kjörnir fulltrúar kćmu ekki nćrri styrkbeiđnum eđa móttöku styrkja!

 

Ţegar svo er komiđ tel ég ađ hagsmunir neytenda krefjist ţess ađ rannsókn fari fram.

 

Í fljótu bragđi verđur hvorki séđ ađ allar ţessar ásakanir falli undir markmiđ rannsóknar Rannsóknarnefndar Alţingis samkvćmt lögum um hana né lögreglu enda vart um ađ rćđa ásakanir um refsivert athćfi. Annars konar rannsókn ţarf ţá ađ mínu mati ađ fara fram - ekki ađeins vegna hagsmuna neytenda heldur einnig vegna ţeirra, sem bornir eru sökum um ađ hafa tekiđ viđ slíkum styrkjum, og ţeirra lögađila og stjórnenda, sem taldir eru hafa innt ţá af hendi.

 

Öđru máli gegnir um eftirfarandi stađhćfingu í lok endursagnar fréttar mbl.is sem kann ađ falla undir rannsóknarsviđ Rannsóknarnefndar Alţingis:

 

Stöđ 2 sagđist einnig hafa heimildir fyrir ţví ađ margir stjórnmálamenn, jafnvel ráđherrar í ríkisstjórn Íslands, ađilar tengdir ţeim og forsvarsmenn lífeyrissjóđa, hafi fengiđ óeđlilega fyrirgreiđslu hjá gömlu viđskiptabönkunum fyrir bankahruniđ í haust. Stöđ 2 sagđi ađ í sumum tilvikum hefđi veriđ um ađ rćđa tugmilljóna króna lán til ţess ađ kaupa hlutabréf, međal annars í bönkunum sjálfum, án ţess ađ lögđ vćru fram nein veđ.


mbl.is Háir styrkir frá Baugi og FL
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Rétt hjá Samfylkingunni ađ...

[e]f enginn [...] höfundur hefur nafngreint sig, ber útgefandi rits eđa ritstjóri ábyrgđina, [...]

 

samkvćmt prentlögum.

 

Samkvćmt lögunum bera ritstjórar dagblađa t.a.m. ábyrgđ á ómerktum áfengisauglýsingum eins og iđulega hefur veriđ fjallađ um á vef talsmanns neytenda.


mbl.is Samfylkingin svarar auglýsingu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Almennar og sértćkar lausnir á vanda neytenda vegna íbúđarveđlána

Í Silfri Egils í dag vék Björn Ţorri Viktorsson hrl. ađ ţví ađ í bígerđ vćri fjöldi málsókna neytenda gegn fjármálafyrirtćkjum o.fl. vegna forsendubrests í kjölfar verđbólgukúfs og gengishruns. Málsókn er ađ mínu mati ţrautalending ef vandi neytenda vegna íbúđarveđlána er ekki leystur međ almennum hćtti.

 

Á fundi á fimmtudagskvöld á vegum Hagsmunasamtaka heimilanna ţar sem viđ Björn Ţorri höfđum framsögu ásamt Hólmsteini Brekkan kynnti ég lauslega áform mín sem talsmađur neytenda um tillögugerđ til stjórnvalda um almenna lausn á vanda heimilanna í anda ákalls til stjórnvalda sem ég og samtökin o.fl. stóđu ađ fyrir rúmum tveimur mánuđum. Hugmynd mín um nákvćma útfćrslu hefur ţó ekki veriđ birt opinberlega. Á fundinum gerđi ég grein fyrir ţeim  fjórum megin leiđum - almennum eđa sértćkum - sem fćrar eru ađ mínu mati og hafa veriđ í umrćđu og undirbúningi eđa til samţykktar á Alţingi undanfarnar vikur og jafnvel mánuđi:

 

 

Dómstólar

Löggjafi

Dómsúrskurđur

Gerđardómur

Sértćkar lausnir

Málsókn / málsvörn

 

Greiđsluađlögun

 

Almennar lausnir

(Hópmálsókn; enn ófćr)

Flöt leiđrétting

 

Almenn niđurfćrsla

 

Vćntanlega tillögu mína um hvernig rétt sé ađ standa ađ almennri niđurfćrslu íbúđarveđlána - verđtryggđra sem gengistryggđra - mun ég fyrst kynna stjórnvöldum og stjórnmálaflokkum áđur en hún verđur birt opinberlega. Fimmti valkosturinn gćti veriđ ađ samţykkt yrđu afturvirk lög um eiginlega hópmálsókn sem myndi gera neytendum kleift - jafnvel (tug)ţúsundum saman - ađ sćkja rétt sinn í einu máli eđa nokkrum fyrir almennum dómstólum.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband